Söknuður Tók þetta úr bloggi hjá mér þar sem ég var eitthvað voðalega mikið að fá útrás, og svo las ég þetta aftur og af einhverjum ástæðum langaði mig að setja þetta hingað inn, þó svo að þetta meiki sennilega ekkert sense fyrir ykkur. En já þessi partur hljómar svona,

,,Þegar Guð ákvað að Kristín fengi ekki lengri tíma á þessari jörð en 16 ár og 27 daga. Afhverju? Afhverju tekur hann oft fólkið sem er mest lífsglatt af öllum og vill lifa lífinu til fulls.
Afhverju er ég ekki eins og hún? Afhverju eyði ég ekki mínum tíma í að brosa og hlæja? Afhverju hún? Ekki eins og hún hafi gert einhverjum neitt.

Hver man ekki eftir einu manneskjunni sem bauðst til að halda partý, þrífa sjálf og baka köku? Bestu himnesku súkkulaði köku, án eggja, sem ég hef á ævinni smakkað?
Manneskju sem var svo gott að knúsa sem ég elskaði að deila við um hvort iPod Shuffle væri alvöru iPod eða bara MP3 spilari. Ég elskaði ekki það að ég væri að deila við hana, heldur hversu alvarlega við tókum þessu og fórum í fýlu út í hvora aðra en alltaf sættumst við aftur.

Og hvað það var gott.

Ég sakna hennar svo mikið. Ég sakna þess að sjá hana koma inn á MSN-ið með 50 cent í display. Bara af því að hann var svalur.
Hvernig get ég einnig gleymt grænu heyrnatólunum sem hún keypti í Boston. Sem pössuðu ekki á neinn nema hana. Held að Guðný hafi eytt heilu nestistímunum í að reyna að troða þeim í eyrun á sér.

Eða þegar við fórum í Tívolíið þegar það var hérna í sumar. Fórum endalaust oft í bollana svo það lá við að ég ældi. Ég man svo eins og það hafi gerst áðan hvernig hún hló og hló og hló og hló alla ferðina í Freak out. Ég stóð fyrir neðan og horfði á hana og Guðnýju, minnir mig, sveiflast fram og til baka. Og það eina sem ég hugsaði var ,,hvað ef eitthvað kemur fyrir.“

Afhverju gat ég, tiltölulega heilbryggð manneskjan ekki hætt að hafa áhyggjur í smá stund og reynt að lifa lífinu?
Þetta er hlutur sem ég þoli ekki við sjálfa mig og ég vona að ég geti í framtíðinni lært eitthvað af manneskju sem ég elska svo mikið og sakna svo ótrúlega mikið og ég mundi með glöðu geði hafa farið í hennar stað en ég veit að Guð mundi ekki vilja mig í staðin því að hún er svo frábær að ég gæti aldrei bætt upp það sem hún er.

Minningin lifir að eilífu.

Fyrirgefið mér fyrir að vera bitur. Lífið er til að lifa því. Ég vildi bara að ég gæti fengið hana aftur.

Ég er nafnlaus, ég er enginn.”

Takk fyri