Ég hef verið að dunda mér við að lesa greinarnar hérna á /romantik síðustu daga og ég verð að segja að mér finnst öll þessi umræða um ást áhugaverð. Kannski er ég of ung en ég tel mig hafa vit á þessum málum, jafnvel meira en sumir.

Fyrir mér er ást ofmetin, öll þessi leit að hinum eina rétta/ hinni einu réttu, traust og vantraust, tregi og svo framveigis.

Ást er fyrst og fremst að líka vel við manneskju. Þér þarf að líka við manneskju svo að þú getir verið með henni en það er hægt að elska hvern sem er, svo lengi sem þér líka við hann/hana. Persónulega finnst mér leiðinlegt að vera í sambandi þar sem alltaf er verið að segja: “Ég elska þig.” Það er svo klisjukennt til lengdar. Ég er alin upp við að ást sé sýnd í verki ekki orðum. “Ég elska þig” getur verið svo ótrúlega innantóm játning.

En um leið og farið er að tjá tifinningu sem ást verður allt svo rosalega væmið eitthvað og væmni er eitthvað sem ég þoli ekki.

Svo finnst mér allir, meira að segja á mínum aldri, sem ekki eru í sambandi vera að remast við að leita. Hvert stefnir þessi heimur?
Krakkar sem varla eru hálfnuð á leið sinni í gegnum grunnskóla halda varla vatni yfir hinu kyninu. Þetta getur bara ekki verið heilbrigt.
Svo hef ég heyrt, og trúi barasta alveg 100%, að fólk sem stendur í svona örvæntingarfullri leit fælir hugsanlega maka mun frekar frá sér.

Áðan las ég grein hérna á áhugamálinu þar sem einhver gella var að tuða um sinn fyrrverandi og virtist ekkert skilja í því hvers vegna hann hætti með henni.. Hins vegar skrifaði hún líka að hún treysti þessum strák aldrei og saknaði hans alltaf.
Ég fegni ógeð á að vera með þannig manneskju og vil alls ekki vera svona sjálf, frekar myndi ég láta loka mig inni á stofnun.

En svona í lokin vil ég taka það skýrt fram að þetta eru bara mínar skoðanir og ég hef ekkert á móti fólki sem er ekki sammála.