Jæja þá ætla ég að koma minni skoðun um ást eða hrifning.
Ég hef verið ástfangin og ég hef verið rosalega hrifinn af eitthverjum.
Þegar ég var ástfangin þá gat ég ekki hugsað um annað en hann,
þegar ég fór heim frá honum var ég strax farinn að sakna hans áður en ég var búinn að segja bæ
Ég hugsaði um hann alveg þangað til að ég sofnaði og leið og ég vaknaði var ég farinn að hugsa um hann.
Þegar síminn hringdi þá vonaði ég alltaf að þetta væri hann bara svona til að spjalla og þegar ég fékk sms þá fékk ég stíng í magan í von um að þetta væri hann,
Og ef hann ætlaði á djammið og ég komst ekki með þá langaði mér að grenja því ég saknaði hans svo mikið og gat eiginlega ekki treyst honum var alltaf svo hrædd um að hann myndi kynnast sætari stelpu en ég og myndi bara hætta með mér.
Við vorum mjög lengi saman og ég opnaði mig fyrir honum eins og ég gat og sagði honum ýmislegt sem enginn annar vissi:S
Ég elskaði hann allan tímann jafn mikið og kveið svo fyrir að hann myndi hætta með mér því ég gat ekki séð líf mitt án hans:S
stundum starði ég alla nóttina á hann og reyndi að finna alla gallana á honum en því miður sá ég ekki gallana hans.
Ég gat ekki hitt vini mína lengur því ég var önnu kafin við að hugsa um hann og ég held að vinir mínur voru hvort sem er að fá ógeð á mér því eina sem ég talaði um var hann.

Svo segir vinur hans mér að hann hafi haldið framhjá mér ég spyr hann og hann neitar og segir vinur hanns sé bara að ljúa af mér og hann sé bara greinilega eitthvað á móti sambandinu okkar og hann elski mig og gæti aldrei í lífinu gert það og auðvitað trúði ég kærastanum mínum afhverju ætti hann að ljúa af mér??
Svo kemur stelpan og segir mér það líka og bara helling af fólki en því miður trúði ég kærastanum:S

Svo þegar ég var búinn að vera lengur með honum allt í guddý nema ég gat ekki lengur treyst honum sem var verst og byrjaði að vera mjög abbó alltaf og ef hann fékk sms varð ég að sjá það, og kikja hvert hann var búinn að hringja , hverjir væru búinn að hringja í hann ,hvaða símtöl hann var búinn að missa af..
já ég var orðinn fokkt up sko.

svo einn daginn hættir hann meðmér
segir mér ekki einu sinni ástæðuna og ég var mjög sár og þetta braut alveg hjartað mitt
ég grenjaði á hverjum deyji í svona 6 mánuði og í 2 ár var mjög erfitt að komast yfir hann.
Hann fékk sér kærustu 2 mán eftir að við hættum saman og þá fannst mér líf mitt búið og þurfa sjá hann happy með eitthverjari aðrari gellu sem var miklu fallegri en ég og gáfaðari og bara hreint yndisleg stelpa sem allir gaurar þrá:)

þetta var mér rosalega erfitt og ég var alltaf að hringja í hann og svona ég bara gat ekki gleymt honum það var alltof erfitt fyrir mig..
Svo reyni ég önnur sambönd til að komast yfir hann en það gekk ekki rass enda gat ég ekkert opnað mig fyrir gaurunum,
var svo hrædd um að verða særð aftur svo ég losaði mig við þá

En núna er ég með yndislegum strák en ég held að ég sé ekkert ástfangin af honum frekar bara svona virkilega hrifin af honum..
ég elska að hitta hann en ég er samt ekki allan daginn að hugsa um hann.
ég get treyst honum100 prósent og ségi honum bara allt sem mér langar að segja honum.
hann er bara æðislegur og ég gæti alveg hugsað mér að vera með honum í framtíðinni:)
ég bara get ekki líst hvað ég er hamingjusöm loksins
ég gæti verið í allan dag að tjá mig um hann en ég held að þetta sé orðið nokkuð gott hjá mér

svo spurningin hvort er betra að vera ástfangin eða bara virkilega hrifinn???



afsakið stafsetningarvillurnar og hvað þetta er ílla sett upp.