Jæja enn ein svona “hvað á ég að gera greinin?”

Málið er að nú í lok sumars hitti ég stelpu, svona vinkona vinkonu þið
skiljið. Ég þekki hana nánast ekki neit, enda hef ég ekki hitt hana síðan
í ágúst, nota bene ég hef ekki einu sinni gert mig líklegan til að sýna
neinn sértakan áhuga svo hún er fullkomlega grunlaus, því nú fjandans
ver. Jæja, ég var búinn að fá vinkonuna til að halda smá partý þar sem
við gætum hist en helv. það klikkaði svo nú er ég aftur á square one í
bili. Þetta er eitthvað svona sem mér finnst ég ekki geta bara lagt til
hliðar þá verð ég alltaf í einhverjum “hvað ef” pælingum.

Finnst ykkur í lagi að hringja bara:
“hæ …… hérma, hvað segiru?, uu þekkiru mig ekki, æji ég sko hérna….”
Ég held að hún væri ekkert að fíla það að einhver dúfus bara hringir
svona upp úr þurru, er það?

Svo er ég skíthræddur við að gera eitthvað þar sem þetta er vinkona
vinkonu minnar, ég vil alls ekki sá vinskapur verði eitthvað styrður ef
hún hefur engann áhuga.