Sko.. það er allt önnu meining í orðinu “trúlofun” hér á Íslandi og annars staðar í heiminum, eins og til dæmis Bretlandi og svona. Og þá er ég að vitna í bíómyndir.. þar er alltaf svona geðveikt big deal að trúlofa sig og bara um leið og það gerist á maður að ákveða brúðkaupsdaginn eða eikkað álíka.. og það var líka svoleiðis hjá systir minni og mér fannst það ekkert smá æðislegt. Svo eru 16 ára “krakkar” farin að trúlofa sig hægri vinstri bara eins og þetta sé bara að fara í sokka á morgnanna eða eikkað. Mér finnst persónulega að þetta eigi að vera svona eins og í sjónvarpinu, það er miklu rómantískara og svona.. og svo líka með orðin “ég elska þig” eins og ég og kærastinn minn ræddum nýlega, þá ofnotum við þessi orð alveg hrikalega. Og ég er alveg viss um að það gera það allt of margir. Ég og kallinn minn seijum þetta sko svona 15 sinnum á dag ef ekki oftar. Og eins og vinkona mín og kallinn hennar, þau segja þetta svona einu sinni í viku eða minna.. það er miklu meira spennandi.. og miklu meiri meining í því. eða allavega finnst mér það…….. ;)