Ja hérna, mig langaði bara til að þakka ykkur fyrir það hversu hreinskilin þið eruð og hversu jákvæð og uppbyggjandi umræða ykkar er. Það er dálítið sérstakt samfélag að myndast hérna á þessum hluta Huga. Ég er einn þeirra sem hef tekið þátt í umræðum og greinaskrifum á Huga frá því að “hann” fór af stað. Ég hef að mestu einbeitt mér að áhugamáli mínu sem er Formúla 1 og hef haft gaman af. Ég hef undanfarna daga verið að fylgjast með öðrum “áhugamálum” hér á huga og ég verð að segja að umræða ykkar hefur vakið athygli mína þar sem þið hafið verið að “ræða” málin á hreinskilinn hátt og með miklu innsæi í mannlegt eðli. Takk fyrir: gromit, Lynx, toffari, lakkris, Kodak, batteri, Hoffmann, dengsi og sirry.