þetta er skólaball,

hún stendur ein út í horni og hugsar um það hvað hún hefði svo ekki átt að koma hingað, eins og hann myndi nokkurn tíma taka eftir henni.

Hann stendur í hópi annara stráka, horfir á hana og óskar þess bara að hún beri sömu tilfinningar til hans og hann hefur borið í brjósti síðustu vikurnar, allt síðan að hann sá hana fyrst þegar að hún labbaði inn í líf hans með þetta ljósa hár sem að flaksast til þegar að hún gengur, þessi kastaníubrúnu augu sem að glapar svo fallega á þegar að hún horfir á hann og núna stendur hún þarna ein.
ó bara að hann gæti sannfært sjálfan sig um að fara til hennar og bjóða henni upp, en það var ekki vangalag sem að var í spilun.

stuttu seinna byrjar lagið “the blowers doughter” og þá tekur hann ákvörðun og gengur af stað.

Henni bregður við þegar að hún tekur eftir því að hann gengur í áttina til hennar, til hennar? nei það getur ekki verið, það hlýtur einhver að standa fyrir aftan hana, hún snýr sér við en þar er enginn. hún lítur aftur á hann og þá er hann kominn að henni:
“má ég?” spyr hann og tekur í aðra hönd hennar hún lítur upp og kinkar kolli, orð voru óþörf, hún lagði hendurnar um háls hans og lifði sig algjerlega inn í andartakið, það var eins og allt hennar líf rísi og falli bara eftir því hvernig þessi stund er. Hún lítur inn í bláu augun hans og hann beygir höfuðið að hennar..

Hjarta hans tekur dýfu þegar að hún leggur hendurnar um háls hans, hann bjóst alls ekki við því að hún myndi samþykkja þetta en svo lítur hún í augun hans og sér að þetta er sértakt svo að hann beygir höfuðið niður og kyssir létt á mjúkar varir hennar, það er eins og að algleymi steypst yfir hann, hann tekur ekki eftir neimu nema þessari stundu, það er eins og að þau séu þarna ein inni í salnum, eins og allir hafi horfið og það eina sem að hann heyrir er tónlistin og það eina sem hann finnur er þegar að hann kyssir hana aftur og núna aðeins ákafar.

Svona vagga þau áfram um dansgólfið og taka ekki eftir neinu, þetta er langþráð stund hjá þeim báðum og þau njóta hennar sem alldrei fyrr.

Svo þegar að ballið er búið tekur hann í hönd hennar og þau ganga saman hann tekur stefnuna heim til hennar þó svo að leiðin heim til hans væri í hina áttina, þau gengu og töluðu um allt milli himins og jarðar þangað til að þau komu að húsinu hennar, þau námu staðar undir háum ljósastaur sem að stóð og breiddi birtu sína yfir þau í dimmri nóttinniþau héldu utan um hvort annað og kysstust bless, svo gekk hún inn en hann hélt aftur í hina áttina.

Hann hafði gengið svolítinn spöl þegar að hann tók eftir því hvað honum leið óendanlega vel, hann vlidi helst syngja og dansa, stúlkan sem að hann elskaði elksði hann á móti og hún vildi hitta hann aftur, hann gat ekki beðið þess að sjá hana aftur, hann hafði aldrei borið slíkar tilfinningar til nokkurar stúlku áður en þetta var besta tilfinning sem að hann hafði fundið fyrir.

Þegar að hún kom inn í hefbergið sitt fór hún að glugganum og horfði á eftir draumaprinsinum ganga niður eftir götunni. loksins.
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3