Síðasliðnar 4 vikur hef ég aldrei verið eins hamingju söm og ég er í dag :) kynntist alveg æðislegum strák og urðum bæði mjög hrifin við fyrstu sýn, við tókum okkur smá tíma í að kynnast svolítið betur og enduðum svo saman og erum við búin að vera saman í mánuð núna á Miðvikudaginn :) það hefur ekki liðið einn dagur sem við hittumst ekki.
Hann er svo æðislegur og gerir allt fyrir mig, mér finnst ég hafa þekkt hann mun lengur en bara mánuð, t.d eittkvöldið áhvað hann að dekra smá við mig kveikti á kertum, eldaði fyrir mig og lét renna í freyði bað, hversu æðislegur getur hann verið :) en svoddan klaufi stundum, eins og þegar hann gleymdi að skrúfa fyrir vaskinn og allt fór á flot, ég hló bara að honum og sagðist elska hann :). Og það sem við eigum svo vel saman er að við höfum mjög svipuð eða eginlega bara sömu áhugamál og getum unnið úr þeim saman.

Ég fór með hann heim til Mömmu og Pabba um daginn og kynnti þeim fyrir honum, og þeim leyst bara mjög vel á strákinn :) og voru mjög ánægð með að litla örverpið þeirra væri komin með kærasta og væri mjög hamingju söm það er það sem skiptir máli ekki satt ;)

Svo er það sameginlegur vinur sem kynnti okkur fyrir hvort öðru og eigum við honum margfalt eftir að þakka í framtíðinni ef allt gengur upp, sem ég jú vona eftir þar sem ég er yfir mig ástfangin af honum og vil geta verið hverja mínútu með honum :)

Hann fær mig til að brosa út að eyrum, hann fær mig til að líða vel þegar mér líður ílla, mig langar svo að geta gert eitthvað ó gleymanlegt fyrir hann en veit bara ekki hvað. Ég get varla lýst því hversu ánægð ég er og hversu vel mér líður þessa stundina á meðan ég er að skrifa þetta, finnst mjög gott að geta sagt þetta með bros á vör :)

Hann er svo yndislegur hann hugsar ekki bara um sjálfan sig og hugsar ekki bara um að fá að komast uppá mig, hann er mjög góður strákur og vill að mér líði vel og sé hamingju söm, hann fékk mig gjörsamlega til að grafa yfir holuna sem ég var búin að búa til í kringum mig sem er gott, mér líður orðið miklu miklu betur og bæði hann og fjölskyldan sér hversu ánægð ég er og hvernig allt hefur birt í kringum síðasta mánuð.

Langaði bara að segja ykkur þetta og leyfa Ástinni minni að lesa þetta :) og segja honum Hversu mikið ég Elskaði hann ;)

Elska þig Ástin Mín!