Hér er smá hugleiðing sem ég hef verið að velta fyrir mér í svolítin tíma. Kærastan á afmæli eftir viku og hvernig ætti maður að gleðja hana þennan dag. Þar sem ég er “fátækur” námsmaður þá skipta peningar alltof mikklu máli þessa dagana og afmælisdagurinn má því nefninlega ekki vera of dýr.

Hefði þettað verið að sumartíma þá hefði maður splæst. T.d. byrja dagin í því að leyfa henni að sofa út og á meðan myndi ég koma með fínan morgunmat í rúmmið, fara síðan í sund, síðan í göngutúr á eitthverjum flottum stað, kvöldverður í Perluni, farið í leikhús, og endað á því að keyra á eitthvern útsýnisríkan stað og horft á sólsetrið.

Þar sem ég er frekar peningalaus þá hef ég ekki hugmynd um hvað ég geti gert. eitthverar uppástungur? Hver væri draumadagur ykkar?