Þau gengu hönd í hönd með fram spegilsléttu vatninu, það var stjörnubjart úti og augu hennar glömpuðu í tunglsljósinu.

Henni hafði dreimt svo lengi um þessa stund, allt frá því að hún hitti hann fyrst fyrir 2 mánuðum í partýinu hjá Berglindi.
þegar að hann gekk inn í herbergið, þetta var guð í mannslíkama. Augun fagurblá og rafmögnuð, dökkhærður, yndislegur.
Hún tók sig á tal við hann og þau urðu ágætis kunningjar, þau höfðu verðið að hittast nokkrum sinnum síðast liðnar vikur en svo loksins í kvöld sagði hann við hana að hann gæti ekki lifað án hennar og hann vildi bara vera með henni og henni einni.

Þau gengu áfram í tunglsljósinu þangað til að þau námu staðar við stóra eik, hann tók í hina höndina á henni og beygði sig að vörum hennar svo að varir þeirra snertust varla, þetta var yndislegt augnablik og þeim fannst þau vera eina fólkið í heiminum, veröldin var stopp og allt snérist um þetta eina kvöld, þetta eina andartak þennan eina koss.

henni óx ásmeginn og hún tók utan um háls hans og kyssti hann, hann tók utan um mittið á henni og þau stóðu þarna í faðmi hvors annars og hvorugt vildi að kvöldið endaði.

Þau löggðust niður við eikina og kúrðu sig saman og sofnuðu saman á þessu kalda haust kvöldi, en þeim var ekki kalt, þau höfðu hvort annað og hún vissi í hjarta sínu að hún myndi aldrei gleyma þessu kvöldi.

mig langaði bara að prófa að gera eikkað svona væmið og skemmtilegt ;Þ endilega látið mig vita hvað ykkur finnst.
Love is a game that two can play and both win by loosing their heart.. <3