Ég ætlaði aldrei að falla svona fyrir þér
Ég ætlaði aldrei að taka neinn fram fyrir vinkonu mína
Það er svo margt sem ég hef aldrei ætlað mér í þessu blessaða lífi.

Ég man þegar ég sá þig fyrst.
Ég man svo vel eftir því þegar þú keyrðir upp að húsi vinkonu minnar á þessum þvílíka kagga. Þegar þú steigst upp úr bílnum stoppaði heimurinn í nokkrar sekúndur og svo blossaði afbrýðissemin í mér upp. Þú varst svo flottur, svo fallegur, svo æðislegur og það var vinkona mín sem var að næla í þig. Við löbbuðum inní nærliggjandi sjoppu og þú keyptir þér sígó. Ég sagði ekki mikið við þig þarna en það var aðallega út af því hvað ég var orðlaus yfir fegurð þinni.
Næsta skipti sem ég hitti þig var það í partýinu mínu. Þú komst en þarna var ég farin að álíta þig sem næstverandi vinkonu minnar, innst inni vissi ég samt að mig langaði þvílíkt í þig. Allt sem hún sagði, allt sem hún gerði það beindi til þess að þið væruð að fara að byrja saman. Ég talaði mjög mikið við þig en vegna drama þá léstu þig hverfa.
Það liðu nokkrir dagar og skyndilega hringdiru í mig. Það var eitt furðulegasta stund sem ég hef upplifað og ég lét þig fá msnið mitt, ákváðum að tala betur þar.. Og það gerðum við svo sannarlega

Svo leið vika.. og loks önnur.
Einn daginn ákveð ég að skella mér á það og hitta þig. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvort það var rétt eða röng ákvörðun því að það var þá sem ég byrjaði að falla fyrir þér. Ég vissi ekki að það væri hægt að falla svona hratt. Ég svo kolféll fyrir þér á nokkrum dögum. Við pössuðum svo vel saman. Við töluðum um allt. Við létum allt flakka. Ég var farin að segja þér marga hluti sem ég treysti þér fyrir. Ég hélt að okkur yrði leyft að vera ástfangin en annað kom á daginn. Mér var sagt að velja á milli. Þvílík óreiða sem myndaðist á hugsanir, gjörðir og pælingarnar mínar. Ég get varla hugsað skýrt lengur. Ég get ekki valið. Ég get það ekki. Það er ekki hægt. Mig langar það ekki. Mig langar bara að vera með þér. Mig langar svo, mig langar svo. Það er svo margt sem mig langar að gera með þér, ótal margt. Það er svo margt sem við áttum eftir að gera. Svo margt sem ég átti eftir að segja. Svo margt sem við áttum eftir. Afhverju þarf ég að velja? Hvað gerði ég henni? Getur hún ekki leyft mér að verða ánægð?

Ég sit hér, ein og yfirgefin og allar þessar hugsanir streyma í gegnum hausinn á mér. Ég get ekki tekið þetta lengur því ég veit að það verður aldrei neinn sem hentar mér eins vel og þú. Ég fór út í göngutúr eftir allar þessar pælingar. Ég klæddi mig í mitt fínasta púss.. Fötin sem ég vildi kveðja þennan heim í. Ég gekk út, út um dyrnar, niður götuna og niður að stórri umferðargötu. Það var þar sem líf mitt endaði.