Fyrst vill ég þakka og hvetja alla sem svara og hafa svarað áfram til dáða. Þetta er alveg brilliant síða til þess að spyrja og svara og frábært framtak ykkar (sem eru bara skoðanir ykkar, brilliant) er frábært. Enn og aftur ætla ég að reyna að fá ykkur til þess að ausa úr viskubrunnum ykkar sem virðað ótæmandi. Þannig er að “I am puzzled by life.” Spáið bara í hvað allt er skrítið. Eins og flestir hér sem hafa séð komment frá mér vita er ég nýskilinn. Auðvitað er maður sár og bitur og ég finn það sjálfur þó ég reyni eftir mesta mætti að leyna því fyrir mér og öðrum. En ég bara skil ekki af hverju maður getur ekki verið hamingjusamur. Það er það eina sem ég vildi. Maður hefur gengið í gegnum ýmiss áföll í gegnum lífið, þó ekki gamall, en samt ætlar hamingjan að standa á sér. Maður passar sig á því að vera kurteis og sætur við gamlar konur, er hættur að hrekkja köttinn í götunni en ekkert gerist. Maður verður í raun bara meira sár. (Nú er hinn bitri ég að tala) Manni finnst bara að maður eigi að fá að njóta smá hamingju. Maður verður svo þreyttur innan í sér og þetta tekur svo mikla orku frá manni að í raun sekkur maður bara dýpra í sjálfan sig. Kannski kemur að hamingjunni en af hverju þarf maður að ganga svona langt eftir henni. Maður uppsker ekki eins og maður sáir, allavegana ekki ennþá. Ég trúi á gömlu gildi; riddaramennsku, hetjuna og endalausa ást. En sem efahyggjumaður í bland þá er riddarinn fullur, hetjan að lyfta og ástin í fríi. Ég held alveg að ég fái hamingjuna í heimsókn einhverntímann en það er bara svo erfitt að bíða, ótrúlega erfitt. En allavegana þetta er ágætis tilbreyting frá dagbókinni. Hún hefur ekki tekið uppá því að svara manni ennþá. Það væri ágætt að vita af einhverjum þarna úti sem er hamingjusamur/söm. Ég veit að ég verð það, mjög hamingjusamur.
Takk fyrir hljóðið
Gromit