Úff, það er nú langt síðan að ég skrifaði grein hér á hugi.is (þ.e.a.s. ef hún verður samþykkt) og fannst mér tími kominn til að deila með öllum hér mína reynslu af ástinni og samböndum sem ég hef verið í, svo aðrir geta lært af.

Ég er ekkert mikilvægari en næsti gaur, mér hefur verið sagt að ég sé myndalegur, skemmtilegur og með hressan karakter og persónuleika en það er ekki það sem gerir mig að þeim sem ég er. Ég stilli ekki upp öðrum strákum og segi við sjálfan mig: „Ég er sætari en hann“, enda finnst mér það rangt. Mér hefur verið sagt að ég sé mjög opinn, góður að hlusta og viljugur til þess að hjálpa. Það er það sem gerir mig góðan og hamingjusaman, svo tel ég vera en ég á mínar dökku hliðar sem ég vil ekki að fólk sjái og ég reyni aldrei að leyfa þeim hliðum að láta ljós sitt skína.

Ég hef verið í þremur samböndum, fyrsta í 9 mánuði, annað í 7 mánuði og hitt sambandið hlaut sinn enda áður en mánuður var liðinn. Ég ætla nú ekki að fara neitt rosalega ítarlega í hvað gerðist eða af hverju, því ég tel það ekki nauðsynlegt en það sem ég veit er, að eftir þessi sambönd átti ég erfitt með að binda mig, ég átti erfitt með að treysta og ég átti erfitt með að hlada niðri áhyggjuseminni og „öfundsýkinni“, ef ég má orða það þannig, því eitt sinn sagði vitur kona við mig: „ást getur gert mann eigingjarnan. Hugsaðu um þitt hjarta og þína sál jafn mikið og þú hugsar um hjarta og sál makar þíns“. Þessar neikvæðu tilfinningar hafa breyst og er ég orðinn betri maður en ég var áður.

Ekki get ég sagt að ég hafi verið ástfanginn í þeim samböndum sem ég hef verið í og vitna ég í korkinn minn „Vantar ráðleggingar“. Það er að segja, þangað til núna. Ég var í tómu veseni með að sleppa gömlum tilfinningum, sársauka og ruglingi í hausnum um hvernig ástin væri, þangað til ég kynntist þessari stelpu. Ég hef verið særður djúpt, en fyrir þessa stelpu, gat ég sleppt því með hjálp ykkar sem leiðbeintu mér. Núna veit ég hvað ást er.

En eins og titillinn segir, þá gerir ást mann glaðan og ég vitna í setningu frá Sting og the Police, „love can mend your life but love can break your heart“. Ég trúi að við höfum öll okkar tilgang hér á jörðu og til að njóta lífsins til fulls, þá þarf ástin að spila inn í lífið okkar. Svona líður mér, ástfanginn.

Þegar ég vakna á morgnanna, þá vakna ég fljótt, ég er ekki lengur þreyttur. Ég er tilbúinn að takast á við það sem lífið setur fyrir mig og tel ég ekkert vandamál vera of stórt fyrir mig til þess að yfirbuga. Ég vakna brosandi og ég hlakka alltaf til að hitta kærustu mína, núna líður mér eins og hún hafi fyllt skarð í hjarta mínu og guði sé lof ég er svo feginn.

Þegar ég lít í augun hennar, þá sé ég þau alltaf glampa af hamingju og hún tekur utan um mig svo fast eins og hún ætli aldrei að sleppa mér. Þegar ég sé hana brosa og hlæja að þá hlýna ég allur upp og roðna. Þegar hún kyssir mig og segist elska mig að þá liggur við að tár leki niður kinnar mínar. Ég veit að ég er ástfanginn, því ég trúi því sem hún segir við mig. Með ást hennar við hlið mína, þá hefur mér tekist að sleppa allri áhyggjusemi, öfundsýki og sársaukinn frá fyrrum samböndum hefur horfið og hafa ekki lengur neikvæð áhrif á mig.

Sumir telja að ást sé orð sem maðurinn bjó til að deyfa raunveruleikann sem á að vera svo illur. Ég tel þann mann vera blindan, ég tel að þegar maður er ástfanginn, þá finnur maður það í hjartanu, hvernig það slær og tilfinningin að vera með maka sínum. Þetta er upplifum sem ég óska að allir fái að njóta.

Ég vona svo innilega að reynslan mín hafi góð áhrif á ykkur, og sem lítil samantekt: Ekki láta eldri sambönd hafa áhrif á ykkur, lifið í nútímanum og ekki láta neitt nema hið góða koma frá fortíðinni. Fortíðin er liðin og á ekki að hafa neikvæð áhrif á ykkur. Við erum öll hér, og við komumst ekki hjá því, af hverju ekki að njóta okkar ein eða með öðrum.

Ég vona eftir góðum undirtektum og afþakka skítköst því þau eru aldrei velþegin, en að lokum óska ég ykkur vel í lífinu og endalausa hamingju með maka ykkar, jafn mikla hamingju og ég upplifi með maka mínum.
Kveðja, Nolthaz.