Gamalt dót sem ég fann á blogginu mínu, ákvað að deila því bara með ykkur elskunum :)

Síðustu daga, hef ég mikið verið að hugsa. Eiginlega það eina sem ég er búinn að vera að gera er að hugsa um hitt og þetta á þessum leiðinlega tíma, smá words of wisdom ;)

Sambönd..

Allt sem ég tala um kemur frá mínu sjónarhorni, og ber þar að nefna að ég var í sambúð í langan tíma..
Það er einn allsherjar misskilningur sem að fólk tekur að sér, fólk getur haldið það að sambönd gangi snurðulaust fyrir sig og án vinnu, en..

Sambönd eru vinna, vinna, vinna og ekkert annað.

Til þess að viðhalda góðu sambandi eða gera það betra, þá verður að vinna í því. Sambönd eru endalausar málamiðlanir og það þýðir ekkert að fara bara út og láta ekkert vita hvað þú ert að fara að gera ef þið búið saman, einnig skal ‘Aðgát skal höfð í nærveru sálar’ tekið alvarlega ;)


Traust, virðing, hreinskilni

Þetta er að mínu mati það sem heldur samböndum mest uppi.
Öll sambönd byggjast á trausti og ef það er ekki til staðar þá er sambandið doomed, fólk getur ekkert ætlast til þess að því verði bara treyst 2 dögum eftir að sambandið hófst, það verður að vinna sér það inn með hreinskilni og upplýsingum. Einnig er það virðingin, það segir sig eiginlega bara sjálft, það vill enginn vera í sambandi þar sem að makinn virðir þig ekki og skoðanir þínar.

Hreinskilni er líka besti kostur mannsins, það er ekkert meira særandi en að vera logið að af maka eða nánum vini, hreinskilni borgar sig tífalt til baka, annars færðu lygina alltaf beint aftur í rassgatið.


Kynlíf og rómantík

Kynlífið og rómantíkin eru einnig 2 af veigamestupörtum sem að halda uppi sambandi.

Langtímasambönd ganga sjaldnast upp ef að kynlífið er ekki gott. Það má alls ekki verða að leiðum vana sem er einungis á kvöldin uppí rúmi undir sæng, verðið að krydda aðeins upp á þetta, stuttir drættir hér og þar eru klárlega málið og það má allst ekki gleyma því að taka sér sinn tíma í þetta, (fyrir utan þessa stuttu að sjálfsögðu).

Rómantíkin spilar líka sterkt inní þarna, rómantíkin kryddar upp á kynlífið til dæmis, og gott kynlíf bætir rómantíkina.

Það verður leiðigjarnt að vera í sambandi þar sem að þegar þú hittir maka þinn þá fariði bara að hitta vini í hvert einasta skipti, rómantíkin verður að vera til staðar..

Þó það seú ekki nema svona litlir hlutir eins og að kúra undir sæng að horfa á spólu, fara í bað/sturtu saman, hafa kertaljós og svona smáhlutir.

Báðir aðilar verða að leggja sitt af mörkum til að viðhalda sambandinu, ekki einn.
Traustið, hreinskilninn, kynlífið, rómantíkin og virðingin eru að mínu mati það sem ber að halda uppi í sambandi, annars endar það illa..

Bara nokkur words of wisdom, endilega skrifið í skoðanir ;)

Einn fáránlega góður texti í lokinn, lagið Promises með Megadeth.. Tek bara chorusinn..

I will meet you in the next life, I promise you
Where we can be together, I promise you
I will wait till then in heaven, I promise you
I promise, I promise
(\_/)