Í dag er ég glaður. Já! Fokking glaður, hamingjusmamur, fullur lífsgleði, fáránlega skoplegur, skríkjandi á hoppi í kringum göturnar í rigningunni, uppi á hæsta tindi með armana í loftinu, ég knúsa heiminn og öskra af hamingju!

Því að í dag, sá ég brosið þitt, á tölvuskjánum mínum, enn og aftur, eins og alla aðra daga, þú með fáránlegu tíkarspenana og þetta ótrúlega fallega bros sem þú hefur svo útrúlega sjaldan sýnt áður. Þú sýndir bestu vinkonu þinni það, og hún sendi mér myndina, haha!

Í dag, þó, gerði brosið þitt mig einstaklega ánægðan.

Í dag skrifaðir þú mér hve mikið þú elskaðir mig, hve mikið þú saknaðir mín, hve mikið þú þráðir… mig! Mig einan, eins og enginn annar í heiminum gæti jafnast á við mig.
Þú sagðir mér frá öllu því sem var að gerast heima, og hvernig tárin fundu sér leið í augu þín í hvert sinn sem þú vildir að ég væri þar með þér. Þó ég varð ekki sérstaklega glaður yfir tárum þínum, voru það hugsanir þínar sem hreyfðu við mér. Elskan mín, þú getur rétt ímyndað þér hve mikið ég sakna þín líka…

Og í dag fékk ég mér sígarettu, og hugsaði til þín, eins og ég geri nánast alltaf þegar ég fæ mér “sígó”. Ég mundi eftir öllum litlu andartökunum, þar sem við sátum saman og horfðum í augu hvors annars í gegnum reykinn. Til dæmis þar á svölunum þínum, eftir að ég hafði klifrað og klifið þar upp og hrætt mömmu þína alveg ótrúlega, þó hún tók því nú með bros á vör eftirá, og þú sagðir mér frá því sem hafði gerst við systur þína. Ég man hve mikið ég elskaði þig þá, þó ég þorði ekki að segja þér það.
Eða síðasta kvöldið okkar, í rúminu mínu. Mamma varð fokking reið þegar hún fékk að vita að við höfðum reykt þar inni.

Reykurinn færir mig nær þér núna..

Því að í dag… áttaði ég mig á því að ég þarf ekkert annað, í þessu lífi. Ég áttaði mig á því að ég hef kynnst fullt af fólki, en enginn jafnast á við þig. Ég áttaði mig á því að allt mitt líf hefur snúist einungis um að finna þig, og ég fann þig, fyrir löngu síðan.
Og þú hefur loksins fundið sjálfa þig, og nú getum við loksins verið hamingjusöm saman! Þú ert frjáls, jafnfrjáls og ég, og ég elska þig jafnmikið og þú elskar mig.

Í dag dreymir mig um að hitta þig. Mig dreymir um varir þínar, andlit þitt, líkama þinn, sál þína, orðin sem þú segir og skrifar, og uppljómuð augu þín, sem horfa í mín eigin.

Á morgun mun ég kyssa þig. Á morgun byrjum við líf okkar.
True blindness is not wanting to see.