Ok, þetta er orðið gott.
Ég, ásamt fleirum pennum á hugi/romantik höfum nú þurft að sitja undir endalausum ömurlegum commentum um hvernig sögurnar okkar, eða hugleiðingagreinarnar séu ekki partur af rómantík, og hvernig við erum á einhvern hátt að skrifa eitthvað rangt þegar við skrifum um sorgina og sársaukann sem oft fylgir tilfinningum og ástríðu. Ég er alvarlega farinn að hugleiða að yfirgefa huga, sem annars hefur oft á tíðum verið svo frábært athvarf fyrir okkur til að skrifa á, en er upp á síðkastið orðið meira í áttina að “ætti ég að skrifa þetta, mun -þeim- líka við þetta? ætli þau eigi eftir að skíta yfir þetta?”

Krizza nýlega skrifaði grein, tíminn staðnar, um gamlan mann sem hafði misst ástina sína, kommentið kom:

delonge
Þetta er ekki rómantik i guðana bænum .. latið þetta þar sem þetta á heima.. Romantik fjallar um ást,ástriðu og þess háttar.. Ekki alltaf einhvern drepa sig..

Hverskonar auli segir þetta? Hvernig og hvenær gerðist það að ást hætti að vera partur af rómantík? Það er enginn flokkur á huga sem heitir “ástarsorg”, af því að hún er partur af rómantík, partur, í raun, af tilveru okkar.

Það er ekki nóg af fólki á Huga sem metur það sem við skrifum, það sem við erum að reyna að segja með orðum sprottin upp af tilfinningum. En það er nóg af fólki sem hefur aldrei skrifað neitt í þá áttina, sem hefur aldrei fundið fyrir þessu á jafn sterkann hátt og við, og því fólki finnst þar af leiðandi mjög auðvelt að dæma okkur.
Þar sem það er tiltölulegt málfrelsi á huga, þá get ég ekki bannað neinum að segja skoðanir sínar.

En hafið virðinguna að láta óúthugsuðu, tilgangslausu kommentin ykkar líða hjá, í stað þess að láta okkur líða aðeins verr. Það er mögulegt að við skrifum hérna út af ástæðu.
True blindness is not wanting to see.