hæ, ég þekki 2 manneskjur sem voru í svipaðri aðstöðu en leystu málið á ólíkan máta. Mig langar að fá ykkar álit á þessu.

Þannig er mál með vexti:

Manneskja 1 er stelpa sem er búin að vera í sambandi í nokkurn tíma en henni fannst kærastinn hennar eyða of miklum tíma með bestu vinkonu hans, og ofaná það bætist að hún treystir þessari vinkonu ekkert. eftir nokkrar umræður við kærasta sinn er hún búin að “banna” honum að hitta hana… Hann er ekkert sérstaklega ánægður með það en verður að velja á milli þeirra og valdi kærustuna

Manneskja 2 er strákur sem er búinn að vera í sambandi í svipað langan tíma og 1. Honum finnst eins og einn af vinum hans sýni kærustu sinni of mikinn áhuga, eins og hann sé að reyna við hana. Kærastan segir “nei, hann er bara mjög góður vinur minn” en hann vill ekki alveg samþykkja það, þau töluðu lengi saman um þetta og hún fær því framm að hún haldi áfram að hafa samband við þennan vin og sjái hvað gerist. strákurinn er ekkert alltof sáttur við þetta en sættir sig við þetta svona hálfpartinn, en er svoldið kuldalegur alltaf þegar minnst er á þennan vin eða þegar hann hittir hann.

Hvort finnst ykkur réttara að gera?
finnst ykkur sanngjarnt að banna einhverjum að umgangast vin sinn afþví að makinn treystir ekki vininum?
Er hægt að leysa svona mál án þess að allt fari í klessu og amk. einn aðili fari í fýlu?

kveðja

IceQueen