Ég er ein af þessum sem hugsa of mikið þegar kemur að ástinni, hvað gæti skeð ef ég myndi láta hinn aðilan vita svo lítið sem að ég hefði smá áhuga á honum eða bara ef hann sæi mig nú horfa á sig, semsagt ég er feimin og hrædd við höfnun sem hefur hins vegar aldrei komið fyrir og skil þess vegna ekki afhverju ég læt ekki bara vaða. Strákar þurfa yfirleitt að ganga í margar vikur á eftir mér bara svo ég kíki á rúntin með þeim eða bara í bíó. Nú er það orðið svoleiðis að ég er búin að vera hrifin af strák í góðan dag eitt ár og tvo mánuði eða bara jafn lengi og við höfum þekkst. Þetta var eiginlega bara ást við fyrstu sýn. Man nú ekki hvernig við kynntumst en við urðum ágætis vinir og höfðum svipuð áhugamál og gátum spjallað. Vinkona mín kynntist honum líka og fór eitthvað að reyna við hann. Hann sýndi henni einhvern áhuga en aðallega af góðmennsku því góður vinur okkar beggja sagði mér að hann bæri tilfinningar til mín og hefði haft þær frá því við kynntumst. Sem var alveg rétt því ég fann að hann fylgdist með mér og gaf mér mörg merki en samt einhvern vegin þannig að ég tók lítið eftir þeim. Vinkona mín var hrifnari og hrifnari af honum þannig að ég gat ekkert sýnt honum áhuga til baka og hefði eflaust ekki gert það því ég er mjög feimin að eðlisfari. Það skeði ekkert meira hjá þeim en hann sýndi mér alltaf lúmskt meiri áhuga en ég einhvern vegin í staðin lokaði ég á hann og endaði ég með því að hætta að heilsa honum því ég þorði því ekki lengur af því ég var orðin of hrifin af honum og bara vissi ekkert hvernig ég átti að snúa mér. Auðvitað heilsumst við stundum aðallega þegar við neyðumst til þess og á fylleríum. Við eigum líka sameiginlega vini sem hafa reynt allt til að fá okkur til að spjalla saman aftur og sagt mér hversu hrifin við erum af hvort öðru. Ég veit samt ekki hvort vini mínir segi þetta svo ég fari að tala við hann aftur eða hvað það er. Ég sé hann oft og sé þá hvernig hann horfir á mig en ég get bara ekki trúðað því að svona sætur strákur sé svona hrifin af mér eins og sagt er.
Áhugin dofnaði smá á tímabili og hitti ég þá annan strák og hann kynntist annarri stelpu sem gekk svo hvorugt upp. Ég hætti að hugsa um hann á því tímabili en það er ekki langt síðan að tilfinningarnar blossuðu upp aftur og ég hugsa látlaust um hann og í hvert skipti sem ég sé hann þá trúi ég því ekki að ég hafi eyðilagt það tækifæri að vera með honum. Ég er búin að spjalla við alla vini mína og reyna að fá á hreint hvað ég eigi að gera en þau eru auðvitað hlutdræg þar sem þau þekkja hann en segja mér öll að senda honum sms og útskýra fyrir honum aðstæðurnar og spurja hvort áhuga hjá honum sé enn til staðar. Þau segja að hann sé of feimin til að geta gert það og ég verði að byrja ef eitthvað eigi að ske. Ég er orðin það ráðþrota að ég er komin alla leið á netið til að finna hlutlausa manneskjur og spyrja þær hvað ég eigi að gera. Á ég að gleyma honum og halda áfram eða á ég að senda honum sms?
Takk fyri