Er of mikið að bjóða dömu heim í mat á fyrsta deiti? Ég veit ekki einusinni hvað hún heitir, né hvort hún sé með strák. Ég þori ekki einusinni að tala við hana. Alltaf þegar ég sé hana líður mér bara 15 ára með bólu á nefinu. Er þetta eðlilegt? Af hverju veit enginn hvernig á að fara að þessu og hvað á að segja. Þetta væri ekkert mál ef maður væri drukkinn en ég virði hana of mikið til þess. Hún er … algjör engill!