Bréf til þín; Því miður Kæri ástarbangsi.


Því miður verð ég að segja þér hlut sem ég get ekki sagt með töluðum orðum, nei, ég er ekki að segja þér upp, ég er ekki að segja að ég haldi framhjá þér heldur vil ég segja þér hvað ég elska þig mikið.
Áður en þú komst inn í líf mitt hafði ég aldrei fundið fyrir tilfinningunni að vera elskuð, allaveganna ekki eins og þú gerir það. Málið er, ég er búin að vera að leyna fyrir þér nokkru sem ég veit að þú vilt ekki vita, en tíminn er naumur, sekúndurnar líða fljótar.
Ég er veik, ekki á geði, nei, ég er með mein. Það er í leginu. Það hefur breiðst út, þarna færðu skýringuna á því að mér líður aldrei vel í maganum.
Ég þarf að fara í legnám, get aldrei eignast börn með jafn yndislegum manni og þú ert, ekki með þér. Ég veit að þú þráir að eignast barn, veit ekki hvort þú vilt barn með mér, en ég finn það að þú vilt eitt kríli, næstum jafnheitt og ég.
Í mínum huga eru veikindin martröð sem varð að veruleika, en ef þú hefðir ekki komið askvaðandi inn í líf mitt hefði ég kannski ekki lifað lengur, þú hefur fært mér lífið aftur, og löngunina til þess að lifa.
Fyrirgefðu að ég hef haldið þessu leyndu fyrir þér, en ég gat ekki gert þér það að bera veikindi mín á bakinu, það er nóg verk fyrir mig eina.
Ég vona að þú lítur á þennan tíma sem er eftir til að gera góða hluti. Ég vil gera sem mest svo að öðrum líði betur.
Því þótt ég sé mannvera sem á eftir að deyja, þá hef ég alltaf verið það. Ég veit bara núna nákvæmlega hvenær ég vil fara, ég held áfram þangað til að ég er búin að gera það sem ég ætla mér að gera.

Ég er þessvegna ekki alfarin.

Ástarkveðjur

-Kristjana


(þetta er ekki satt.)