Ég banka á hurðina, kvíðaklumpurinn magnaður í maganum á mér. Ég heyri fótsporin innan úr íbúðinni. Hurðin opnast. Ég hvísla hæ. Hún horfir í augun á mér.
“Af hverju komstu…? Þetta.. er nógu erfitt fyrir…”
Þögnin svífur yfir höfuð okkar. Ég stíg nær. Hún lítur niður, mér fannst ég sjá tár í augunum.
“Ég vildi kveðja þig alminnilega…”, hvísla ég um leið og ég stíg nær. Ég strýk hárið á henni bakvið eyrun, og lyfti höfði hennar varlega. Hún horfir á mig, það eru ekki tár í ótrúlega bláu augunum hennar… það er eldur. Ég stari í þau, og finn að eldurinn vill brenna mig, kæfa mig með vellíðan sem fylgir aðeins sársauki. Hún kyssir mig, heldur um höfuð mitt og tungur okkar berjast, ég gríp fast utan um hana og lyfti um leið, og kyssi hana til baka með ástríðu sem hefur magnast síðasta mánuðinn. Hurðin lokast. Herbergið hennar nálgast. Hún liggur í rúminu. Ég leggst við hlið hennar og ríf mig loks frá henni, til að horfa í augun á henni með spurninguna í mínum eigin. Hún hvíslar já.

Ég tek eftir að hún er í skyrtu. Ég ríf skyrtuna opna, og í þetta skiptið er mér drullusama, hún getur bara hent henni. Ég losa um brjóstahaldarann og dreg niður buxurnar hennar, meðan ég kyssi hvert einasta svæði sem ég get af dúnmjúkri húð hennar, og í örstutta sekúndu hugsa ég að hún setur eflaust krem á sig alla á hverjum morgni, eins og önnur stelpa sem ég elskaði.

Hún rífur bolinn minn, ég stoppi í smástund forviða, hún lítur ekki út fyrir að vera svo sterk. Við hlæjum bæði og mér léttir aðeins. Ég er ekki hrifinn af reiðu kynlífi, það gerir mig óöruggann. Ég kyssi hana blíðar því neðar sem ég kem og finn fyrir stuttum hárunum… hún andvarpar og ég færi mig neðar, varlega og ofurlétt. Ég trúi ekki að ég er kominn í þessa aðstöðu. Þetta virðist vera óverulegt og skyndilega vil ég vera kominn aftur í ótrúlega óþægilega stöðuna við hurðina, þar sem ég horfi í augu hennar, og veit að ég vil hana en býst ekki við að fá hana. Hún gaf mér sig, og nú vil ég hana ekki. Ég mun þó verða bölvaður ef ég fullnægi henni ekki. Ég vinn verkið við skapabarma hennar og sníp, færi mig svo upp til að fylla hana, með aðeins örstuttu stoppi þar sem ég spyr hana hvort hún sé viss. Hún hvíslar já, hún hvíslar að hana hafi dreymt um þetta augnablik, um mig…

Ég átta mig á því að mig hefur dreymt um þetta líka. Af hverju þá hikið áðan? Ég lengi örstutt augnablikið og horfi í augu hennar, reyni að átta mig. Og ég sé það. Hún elskar mig. Hún vill mig. Hún vill að ég sé hennar fyrsti. Hún mun ekki hitta mig aftur fyrr en eftir ár.

Ég veit ekki hvað ég vil. Ég hika. Hún tekur eftir því. Hún spyr mig hvað sé að. Ég veit það ekki! Hvernig get ég svarað því, ég veit ekki hvað í fjáranum er að mér? Ég hugsa of mikið. Og ég hugsa að þar sem ég er yfirleitt í þessum pælingum hljóti eitthvað að vera að. Ég rís upp og dreg flísteppið yfir hana, með lokuð augun, ég vil ekki sjá tárin hennar. Hún liggur grafkyrr. Hún virðist sjá á mér hvað sé að.
“Þú vilt mig ekki, er það?”
-“Ég…” hvísl mitt deyr út. Ég andvarpa.
“Hvað?”

Hún rís upp, tekur blítt um höfuð mitt.
“Horfðu á mig.” Ég bý mig yfirvegað í höfðinu undir að horfa í augun á henni, opna þau svo hægt.
Engin tár.
“Segðu mér að þú viljir mig ekki…”
Ég hika.

“Ég… veit ekki…”
Hún bítur í vörina á sér, starir fast í augun á mér og ég sé fjandans tárin loks vera að myndast. Hún togar létt í mig og kyssir mig. Ég finn fyrir tungu hennar, finn fyrir öllum líkama hennar, fullkomnum líkamanum, formið hennar guðdómlegt, ótrúlegt, ég hélt ég myndi aldrei finna þetta form aftur… ég finn fyrir sál hennar, hve óörugg en góð og yndisleg sál hennar er. Ég gæti elskað þessa stelpu. Eftir nóttina mun ég elska hana. Ég mun ekki vilja fara.

Ég kyssi hana áfram, í langan tíma, mínúturnar renna saman við sekúndurnar sem verða að ruglandi tímarúmi þar sem svimi og vellíðan eru allsráðandi.
Ég stöðva hana einhverntíman.

“Elskarðu mig?” Ég spyr hana óhikandi, röddin rétt yfir hvísli, og finnst mér um leið vera algjört fífl. Elskarðu mig? Hvaða auli spyr svona spurningar, sérstaklega eftir svo stuttann tíma. Ég býst við svarinu, augnalitinu til hliðar, vandræðalegu þögninni, og ég veit ekki af hverju ég spurði.

Hún andar djúpt inn. Hún hugsar að hún hafi aldrei vitað hvað ást sé. Hún hugsar að ást sé bara kjaftæðið úr sögum og myndum, að það sé ekki til. Og jafnvel þó ást sé einhversstaðar til, með draugum og sálum og eftirlífi þá muni hún aldrei elska. En hugsuninni leiftrar niður að þessi strákur sé þess virði. Hann er þess virði að vera óörugg. Að vera algjörlega ein, og algjörlega hún, með engar varnir. Að hann sé þess virði að bíða eftir, að lifa fyrir… að deyja fyrir. Hún hefur alltaf litið veröldina öðrum augum en flestir, en hún hefur aldrei verið jafnviss um neitt og hún er um þetta.

“Já.”
-“Við getum ekki ge….”
Hún leggur putta á varir mínar, augun lokuð. Ég stöðva ræðuna sem ég bjó einhvernvegin til í huganum hálfri mínútu áður. Ég fæ aldrei að klára ræðurnar mínar.
“Farðu þá.”
-“Ég vil ekki segja bless…” ég held um hana og kyssi, hægt, legg allar mínar tilfinningar og sýni henni með kossinum, hún andar djúpt og ég geri það líka, tek inn lyktina af henni og legg á minnið, legg það við hliðina á öllum hinum bestu hugsununum í heiminum mínum, við hlið trausts besta vinar míns, að sjá litlu systur labba skælbrosandi í áttina að mér, og heimkoman til landsins aftur, til borgarinnar minnar, allra vina minna, systkina og foreldra… til hennar.
True blindness is not wanting to see.