Nú bið ég lesendur um varpa sínum pælingum og ráðum á framfæri hvað varðar deitmenningu á Íslandi. Þetta er eitthvað sem ég hef oft og mörgum sinnum velt fyrir mér enda hef ég aldrei álitið mig vera mikill leikmaður hvað varðar allar þessar reglur um stefnumót, hvað gerist eftir stefnumót og hvenær eigi að hafa samband o.s.frv. Ég er frekar þessi manneskja sem byrjaði snemma í sambandi og var í þessum langtímasamböndum sem stóðu yfir í mörg ár svo ég hef kannski ekki verið mjög active hvað varðar þessa deitmenningu.

Þegar einhver býður mér á deit að þá verð ég afskaplega ánægð með það. Kannski sérstaklega ef manni lýst vel á manneskjuna sem er að bjóða manni á deit. Ok… Ég hef nokkrar reglur sem ég fer eftir þegar ég fer á stefnumót. Ég kýs yfirleitt að keyra sjálf og hitta viðkomandi (ef eitthvað kemur upp á). Maður fer á deitið og vonast til að það fari vel (Ef ég hef verið í vafa með manneskjuna sem býður mér að þá hef ég fengið vini mína til að hringja í mig klst seinna). Ég reyni að passa mig að segja ekki of mikið og ekki tala of mikið um sjálfan sig.
Þegar stefnumótinu er lokið og kannski áhugi fyrir hendi að heyra aftur í manneskjunni. Nú spyr ég: Hvenær má hafa samband? Hvor aðilinn ætti að hafa samband? 3 daga reglan? Hvað ef ég rekst á manneskjuna á djamminu? Ef ég sendi sms og fæ ekkert svar (má reyna aftur eða þýðir þetta að manneskjan hefur ekki áhuga eða er með einhverja 3 daga reglu í gangi) Eitthvað fleira sem ég ætti að velta fyrir mér?

Þetta getur verið spennandi ef maður er að kynnast einhverjum en afskaplega þreytandi leikur hvað má og hvað má ekki. Ég samt veit alveg það að ég vil ekkert flýta mér í neinu og gef skýr skilaboð ef slíkt berst upp í samtölum. Vil ekki rbb eða neitt slíkt. Ég vil ekki að manneskjan sé obsessed að senda mér skilaboð eða hitta mig öllum stundum og setja sig inn í mín plön. Maður vill heldur ekki sjálfur virka needie. Til að segja frá einu dæmi sem ég kalla “of mikið” er að ég lenti nú í einum sem sagðist vera ástfanginn af mér eftir 2 vikur eftir fyrsta deit! Var nú fljót að forða mér.

Svona helsta er: Hvernig viljið þið spila leikinn strákar? Hvað má og hvað má ekki? Og þið stelpur, eftir hvaða leikjakerfi spilið þið? Mega líka allir skilja eftir sögur um versta deit og/eða besta deit til að krydda upp fjölbreytnina?

Vonast til að heyra frá flestum :)
I´m crazy in the coconut!!! (",)