Ákvað að senda inn eina grein hérna á þetta áhugamál, hefur langað það síðustu 3 mánuðina, og alltaf meira og meira.
Ég er ástfangin, og það ekkert smá. Og nú skal ég byrja á byrjuninni. Um áramótin 2004-2005 er send inn grein hér á huga, þar er drengur á svipuðum aldri og ég (einu ári eldri) og var kærastan hans þá hætt með honum og hann í ástarsorg. Af tilviljun ramba ég á þessa grein þegar hún orðin þó nokkuð gömul (að mig minnir) og var í einhverju “aww mig langar að hugga hann” skapi og sendi honum einkaskilaboð.
Þannig byrjum við að tala saman. Mér fannst þetta mjög fínn strákur, duglegur að hjálpa til bæði heima hjá sér og systur sinni, að standa sig í skóla og kosta sinn skóla sjálfur og bara frábær á allan hátt =) Og ekki var útlitið að skemma fyrir.

Nú líður eins og næstum eitt stykki ár, þar sem ég átti í samböndum og hann líka og við svona, vorum á msn hvort hjá öðru, en töluðum ekkert saman, eða mjög takmarkað allavega. Hann býr hinum megin á landinu svo við hittumst aldrei og höfðum þess vegna ekkert voðalega mikið til að tala um, svona eftir fyrstu vikurnar.
Þangað til að ég í einhverju voðalega lonely skapi ákveð að hringja í hann, aðallega samt af þeim ástæðum hann hafði varla viljað gefa mér símanúmerið sitt og svo sagt ég myndi aldrei hringja, en ég gerði það.
Eftir það fóru hjólin nú að snúast aðeins. Við forum að tala meira saman og svo í jólafríinu misstum við okkur, töluðum og töluðum og töluðum eins og ég veit ekki hvað. En höfðum aldrei hist svo þótt við héldum við værum að verða hrifin hvort af öðru vissum við það væri ekkert að marka það, þar sem við hefðum ekkert umgengist hvort annað. Þannig heldur þetta áfram í um 4 mánuði, nánar tiltekið þangað til 3. mars, en þá fer ég með rútu í heimsókn til hans yfir helgi. Laug reyndar í mömmu og pabba ég hefði hitt hann einu sinni og hann gerði það sama heima hjá sér, svona til að við myndum pottþétt fá leyfi, og svo fer ég.

Ég man ennþá eftir því þegar ég sá hann fyrst, ég og besta vinkona mín komum niður úr rútunni, það er kvöld og dimmt, og ég fer að líta í kringum mig. Sé ekki neinn og fæ svona “fuck ekki beilaði hann” tilfinningu og fer að horfa í kringum mig. Þá kemur hann röltandi frá bílnum (hafði náttúrulega aldrei séð bílinn sem fjölskyldan hans á) og þá fékk ég svona “omg er of seint að hætta við núna???” en auðvitað gerði ég það ekki.
Aftur á móti varð ég svo feimin að ég greyp til besta ráðsins, tala og tala og tala, út í eitt. Svo ég talaði alla leiðina heim til hans, eða svona næstum, hin komumst af og til að.
Eftir kvöldmat (sem var btw geggjaður! Tengdamamma er besti kokkur í heimi!) forum við og ákváðum að horfa á mynd, þá vorum við orðin pínu mikið feimin, en lögðumst upp í rúm hlið við hlið og forum að horfa.
Eftir ekkert svo langan tíma er ég skriðin í fangið á honum =$ hann var bara svo kúrilegur ég varð að fá að prufa liggja í fanginu hans. Þarna liggjum við og kúrum og kelum langt fram á nótt og laugardagurinn fór í eitthvað svipað. Það var svo nóttina 5. mars sem við byrjuðum saman =) og ég hef átt yndislega 3 og hálfan mánuð síðan.
Nú er það reyndar pínu erfitt að vera án hans, sumarið er tíminn og allt það, en við erum bæði að vinna eins og brjálæðingar til að fá pening =P því svo fer ég til hans heimabæjar í Menntaskóla í vetur og maður þarf að hafa efni á því. Ég held ég hafi aldrei verið eins glöð og daginn sem ég fékk inn í skólann, ég í bókstaflegu merkingunni dansaði af gleði =P

Nú sit ég hérna og horfi á ástina mína í webcam (ótrúleg uppfinngin) og er ennþá svo ástfangin ég gæti sprungið. Held þetta sé orðið frekar skrítin grein… en það verður bara að hafa það =$ varð að koma þessu frá mér =)
(gæti bætt við öllu því yndislega við kærastann minn, en það væri bara mjööög langt og leiðinlegt fyrir ykkur hin ;)

Btw, elska þig ástin :*