Það var einu sinni lítill fugl sem hvíslaði að mér þessa litlu sögu.
Ég þekki litla stúlku sem er lífsglöð og falleg
og lifir hinu fullkomna lífi.
áti fallegan mann og fallegt barn og þau búa í litlu gulu húsi og auðvitað var það fallegt líka.
En þessi litla stúlka átti rosalega ljótt leyndarmál sem enginn mátti vita.
Hún var sterk og skap mikil stelpa og maðurinn hinn rólegasti persónuleiki.
Samt sem áður leyndist þetta ljóta leyndarmál í hjarta þeirra.
Og skömmin og vanlíðan sem fylgdi því.
Þetta ljóta leyndarmál gerðist þegar enginn sá né heyrði.
Og það var þannig að það var alls ekki hægt að tala um það því þá myndi lífið þeirra ekki vera eins fullkomið og það leit út fyrir að vera.
En svo Gerðist það aftur og aftur og varð harðara og alvarlegar.
Henni leið eins og heimskustu stelpu í heima.
að eiga svona vondan mann og allar hinar ættu góða, að hún hafi verið svona vitlaus að fyrir gefa honum þetta fyrst hann lofaði að þetta myndi ekki gerast aftur, en það gerist!!
Eins og henni hafði verið sagt.
Og nú sagði löggan það líka eftir að hún hafði í hræðslu sinni hringt eftir hjálp eftir að hann hafði dregið hana eftir ganginum á hárinu og reynt að brjóta á henni höndina.
Litli fuglinn gaf henni lítið ráð “ekki berjast á móti og ekki gráta né öskra þá hlíttur þetta að hætta”
mánuðir liðu og falleg stúlkan hitti litla fuglinn aftur
Svo blá og rauð hver hreyfing hennar var döpur og dauð.
Ég reyndi allt sagði fallega stelpan ég er ekki nógu sterk ég get ekki varið mig
né barnið mitt ég verð að ganga í lið æðri máttarvalda til þess.
Ég er heimskasti og mesti aumingi í heimi og get ekki játað það fyrir heiminum.
Fuglinum var litið þar sem stúlkan stóð til að mót mæla henni þegar hún sagði
já ég hef bara heimskulekt val Ég er heims ef ég fer frá manni sem ég
elska útaf lífinu og er eina ástin mín og ég er líka
heimskasta manneskja í heimi ef ég fyrirgef honum þetta í milljónasta sinn.
Í þann mund varð golan ærandi á meðan fallega stúlkan féll framan
af klettunum og lenti eins og hver annar steinn í sjónum,
og tóku æðri máttar völd henni fagnandi.
EF getur verið stórt orð