Gott samband Ég vildi bara skrifa smá grein um það, á hverju gott samband á að byggjast, meira kannski fyrir mig heldur en ykkur:)

Númer eitt finnst mér að þurfi að vera í öllum samböndum er traust! Afhverju? Tökum sem dæmi að þú ferð út með vinkonunum og kallinn verður bandbrjálaður eða öfugt, hringir í þig stanslaust til að fá að vita hvar þú ert, hvað þú sért að gera og með hverjum! Þetta verður rosalega pirrandi og eitrar út frá sér alveg gríðarlega! Oft getur það tekið langan tíma að treysta einhverjum, stundum alla ævi, en þegar það er til staðar verða báðir aðilarnir miklu afslappaðri og það eru miklu meiri líkur á að sambandið gangi

Númer tvö er virðing. Ég gæti aldrei verið með einhverjum sem ekki bæri þá virðingu fyrir mér sem að ég á skilið. Heimilisofbeldi er dæmi um óvirðingu, gott dæmi, til eru mörg afbrigði heimilisofbeldis.. En allavega, ef að makinn ber ekki virðingu fyrir manni, verða einhverjir að setjast niður og tala saman!

Númer þrjú er pottþétt heiðarleiki.. Það þýðir ekki að vera í sambandi þar sem stanslausar lygar eru í gangi, hvort sem að þú ert að ljúga að þér eða makanum! Hvort sem það er skemmir það fyrir og er ekki sanngjarnt gagnvart hinum aðilanum..

Þetta eru þrjú mikilvægustu atriðin sem að mér finnst að eigi að vera í öllum samböndum, allavega öllum góðum samböndum.. Svo eru til hlutir eins og að geta gert grín að sér, haft gaman með hinum aðilanum, fíflast, hlegið og grátið. En allt þetta er kannski hægt að flokka í atriðin 3 hér fyrir ofan.

Persónulega finnst mér ást ekki nóg í sambandi, mér finnst ekki nóg að segja hann elskar hana, það þarf að vera traust, virðing og heiðarleiki.. Þú getur elskað einhvern alveg ógurlega mikið en á sama tíma geturu kannski líka logið að manneskjunni! Ást er svo vítt hugtak, maður hefur oft heyrt dæmi um karlmenn og kvenmenn sem að beita makann andlegu/líkamlegu ofbeldi en samt elska þau aðilann alveg gríðarlega mikið og virkilega elska makann!

Þið gætuð verið ósammála mér, en það er einmitt það sem er svo æðislegt við það að vera til að það eru ekki allir eins:)

Öll köst vel þegin, hvort sem það eru góðköst eða skítköst:)