Ég vissi ekkert hvar ég ætti að setja þessa smásögu en ég ákvað síðan að setja hana hingað. Ég vill þakka Jóa (Joi1x) fyrir að koma mér af stað og á hann heiðurinn að byrjunninni. Þetta er fyrsta sagan svo að gefið mér smá séns:

Minningar

Eitt sinn var strákur sem hitti stelpu. Hún brosti til hans, hún var nýja stelpan í bekknum. Hann brosti til baka og fannst hún vera sæt… en mikilfengleg. Hann varð pínulítið hræddur.

Nokkrir dagar liðu. Stelpan virtist alltaf vera ein. Hún virtist ekki passa neinstaðar inn. Strákurinn var of hræddur til að tala við hana. En svo fann hann hana í strætóskýli aleina, Hann gekk að henni og brosti. Hún sagði hæ. Hann sagði hæ. Hún spurði hann hvort hann ætti heima á sama stað og hún. Hann jánkaði.
Þau löbbuðu heim saman frá strætónum. Hann fór inn til hennar. Hann sá myndaalbúm í kassa hjá henni og kíkti í. Hann sá fullt myndasafn af strák og henni saman. Hún varð hikandi… hún sagði að hann hafði verið ástin hennar. Að hann væri dáinn. Þá sá strákurinn hálsfesti á henni.. með nafni á. Hann jánkaði og sagðist skilja. Hún brosti veiklega og snerti öxl hans. Hún sagði að það hafði verið erfitt en hún vissi að hún yrði að halda áfram.

Hún steig nær honum. Hann hikaði enn hjartað þráði hana.

Hann hafði verið hrifinn af henni frá fyrstu sýn. Hún var svo undirfögur. Hann bjóst aldrei við að verða hrifinn af rauðhærðri stelpu en það var eitthvað við hana sem var sérstakt. Sérstakt blik í augunum á henni sem hann hafði aldrei séð áður.

Hann færði sig nær henni. Hún leit í augun á honum og hann á móti.

Hún var hrædd. Hún hélt að hún gæti aldrei elskað neinn aftur. Hún þorði ekki að missa neinn aftur. Það var of sársaukafullt. Hún gæti ekki lifað af annan missi en hún sá eitthvað við hann. Eitthvað sem minnti hann á gamla kærastann sinn. Þetta vakti upp margar minningar.

Hún stóð upp og gekk að speglinum. Það var eitthvað í augunum á henni. Tár. Hún leit upp og sá hann nálgast hana.

Hún hafði svo margar góðar minningar en í hvert sinn sem hún hugsaði um hann sá hún alltaf gamla kærastann í höndunum á henni. Allt rautt. Hún skildi ekki hvað bílstjórinn var að hugsa. Þau voru bara á leiðinni heim eftir matinn. Hann hafði lofað henni eitthvað sem hún myndi aldrei gleyma. Allt Svart. Hún vaknaði síðan upp á sjúkrahúsi.

Hann gekk að henni, vissi ekkert hvað hann átti að segja. Reyndi að skilja tilfinningar hennar. Hann tók utan um hana. Hann fann fyrir bleytu, tárum. Hún grét. Hún snéri sér við og faðmaði hann. Grét í hálsmálið á honum. Hún vissi að hún þyrfti að halda áfram. Þetta yrði erfitt en hún varð. Hún sagði að henni langaði en það væri of erfitt.. hann yrði að skilja. Hann jánkaði og leit í bláu, rennblautu augun á henni. Hún faðmaði hann enn fastar og bað hann um að setjast með henni niður. Hún ákvað að reyna. Þetta yrði að takast, bara í þetta skipti.

Hún leit í brúnu augun á honum og sá hlýju í honum. Hún bað hann um að sitja með henni það sem eftir var að kvöldinu. Hún gat ekki verið lengur ein. Hún vildi ekki vera einmanna. Hún setti uppáhaldsmyndinna sína í tækið og bað hann um að horfa á með sér.

Klukkan varð hálf tólf og hún var að sofna. Hann hvíslaði í eyrað á henni. Mig langar að gera þetta aftur. Hún sagði ekki neitt en leit í augun á honum. Hann leit á móti. Orð voru óþörf. Hann sá svarið í augunum á henni.

Hún fylgdi honum niður að dyrunum. Hann tók í höndina á henni og kyssti hana á kinnina. Hún brosti er sagði að hann hlakkaði til að sjá hana í skólanum á morgun.

Fyrsta sem hún gerði er hún kom inn í herbergið var að leggjast niður og biðja til Guðs. Það var eitthvað sem hún hafði ekki gert síðan hún missti kærastann sinn. Hún vissi að hún yrði biðja. Þetta varð að takast.