Blind ást Ég horfi í augun á þessarri gyðju, ég er skíthræddur, ég hata mig meira en ég hataði hana nokkurntíman. Klumpurinn í maganum á mér herpist og ég átta mig á því að þögnin er búin að vera gapandi yfir okkur of lengi…ég hvísla nei…


Ég hitti hana í skólanum. Flestir sem eru þroskaðri og reyndari segja skólann vera versta staðinn til að hitta finna og mynda ást… en þar hitti ég hana samt. Hvernig við allt í einu urðum svona náin er erfitt að segja… ég talaði við hana… hún talaði við mig… við skiptumst á smsum… og að lokum hittumst við utan skóla.

Nokkrir mánuðir liðu. Sælumánuðir… bestu dagar lífs míns ég elskaði hana…

Svo kom hann. Gamall kærasti sagði hún. Ekkert vandamál, hann var bara leiður og sár af söknuði. Mér fannst ég vera lítill, ég átti enga gamla kærustu… Hún sagði mér að hafa engar áhyggjur. Ég drap áhyggjurnar.

Fjórir dagar liðu þangað til vinur minn úr skólanum hringdi í mig… eruði Tinna hætt saman gaur? Sorry maður… er í lagi kallinn? ég spurði hvað hann væri að bulla, við værum alveg saman! en þúst… ég sá hana í gær með þarna gaurnum þarna úr iðnó… Gústa eitthvað?
Ég skelli á, hringi í nr. 2, sem var sett á mikilvægustu manneskju í lífi mínu.
Hún svaraði. Ég öskraði á símann…ég held það… ég var reiður… það er í þoku. Ég veit ég öskraði… Hún sagði eitthvað til baka… Ég grýtti símanum í næsta vegg.

Tár reiðinnar þvinguðu sig úr augunum þar sem ég barði í vegginn á herbergi mínu, ég barði þar til hnúarnir öskruðu af sársauka og veggurinn var orðinn rauður.
Tveir tímar liðu.
Síminn hringdi. Ég heirði kallið Til þííín! í gegnum læstar dyrnar og ég tók upp tólið. Plís hlustaðu á mig! Ég ætlaði ekki að kyssa ha… ég skellti á.

AF HVERJU!!! Ég vil skemma hana ég vil drepa hana - hvaða rétt hafði hún á að taka sál mína og stíga svo á, drepa mig en skilja mig samt eftir lifandi! Ég ímyndaði mér hana deyja á þúsund vegu, en myndin af þeim tveim ríðandi og svitnandi tók alltaf yfir öllu! Ég barði í veggina og ég öskraði og ég hrinti stól og tölvuskjái burtu frá mér… Ég tók kveikjara, ég kveikti og hélt undir þumlinum á mér. Ég fann sársaukann hann var yfirgnæfandi nokkrar sekúndur allt hvarf…og mér leið vel… ..ég öskra en held kveikjaranum undir þumlinum hann er orðinn svartur fokk ég skelf nötra en tek hann ekki frá…aldrei.. frá… allt er skrýtið og ég er á hnjánum..í nokkrar sekúndur hvarf það…. hvarf hún úr hausnum á mér.. ég stóð aftur upp og sveið meira en mér hefur sviðið á ævinni. Tárin streymdu og mamma barði á dyrnar en ég teygði mig í kveikjarann og kveikti aftur á honum… hélt undir hinum þumlinum…


Ég sofna… held ég… dreymi um hana… vakna af sársauka en nýt sársaukans.. einblíni á hann hugsa um ekkert annað…Mig langar að deyja. Ég horfi á gluggann.
Örvæntingin vekur upp efa - hvað ef ég hafði rangt fyrir mér?… ég verð að vera viss. ég tek símann .. hringi númerið… gleðileg stráksrödd svarar… ég skelli á harkalega, síminn brotnar ég heyri halló? hallóó? með suðinu… fokkit.. ég hata heiminn… Ég opna gluggann. Ég loka augunum og stíg út og vindurinn tekur við mér.
Jörðin nálgast. Ég ímynda mér að beinin eiga öll eftir að brotna, finn sekúndum seinna að það er einmitt það sem gerist… dofi leggst yfir mig allann… ég finn að undir mér er eitthvað mjúkt… ég opna augun og stari beint í dauð, tárvot augun á Tinnu.

True blindness is not wanting to see.