Jamm.. það er eitt sem ég vildi koma á framfæri.. það er orðið AFBRÝÐISEMI. Mér finnst þetta bara fráleitasti hlutur í heimi. Ég meina það sko. Afbrýðisemi er ekkert annað en vantraust gagnvart hinum einstaklingnum. Og það er bara hreinlega ósanngjarnt nema sá afbrýðisami hafi eitthvað á hann eða hana sem hann er afbrýðisamur útí. Ég meina, ég á kærasta og er búin að vera með honum í tvö ár, og við eigum barn saman sem er núna alveg að verða fimm mánaða gamalt, og samt er hann afbrýðisamur útí besta vin sinn (fyrrverandi, þeir talast ekki við..) og mér finnst það bara ekkert annað en vantraust gagnvart mér! og mér finnst bara heimskulegt og barnalegt að láta svona. Ég meina.. hann veit vel að ég elska hann og allt það en samt heldur hann að ég sé að fara að falla fyrir öllum karlkyns hlutum sem ég umgengst. Mér finnst þetta bara ekkert annað en ósanngirni og eigingirni og mér finnst bara að hann geti alveg treyst mér fyrir að elska hann áfram. Hvað finnst ykkur?