Er þetta ekki staðurinn til að fá útrás? Ég ætla að reyna…:) Þetta er kannski mjög ómerkilegt en ég bið ykkur samt um að sleppa öllum skítköstum…

Ég er búin að vera í páskafríi undanfarna daga og því hef ég haft mikinn frítíma. Þar af leiðandi hef ég hugsað svolítið mikið um hitt og þetta. Ótrúlegt hvað það getur verið gott (en samt ekki) að liggja uppi í rúmi og hlusta á lög eins og Just Like Heaven með Katie Melua, Title and Registration með Death Cab for Cutie og Fix You með Coldplay.

Hvernig og hvenær varð lífið svona flókið? Stundum (eða reyndar oft upp á síðkastið) vildi ég vera 16 ára aftur að byrja fyrsta árið í menntaskóla og gera ýmislegt öðruvísi. Ég er frekar lokuð og þess vegna kynntist ég örugglega ekki eins mörgum og ég hefði getað. Ég vildi óska að það væri hægt að spóla til baka á nokkrum stöðum í fortíðinni.

Þetta er skrýtið… Allt í einu núna sakna ég míns fyrrverandi svo mikið. Það er tæpt hálft ár síðan við hættum saman og ég hef ekki saknað hans mikið hingað til þó ég hugsi mjög hlýtt til hans. En núna finn ég fyrir mikilli löngun til að vera með honum. Kannski er þetta bara vegna þess að ég er einmana núna. Og ég hef engan til að tala við þessa stundina. Þess vegna valdi ég hann huga vin minn :D

Ein af mínum bestu vinkonum í menntaskólanum mínum (ég kynntist henni þar) er allt í einu farin að halda mikið upp á stelpu sem hún hefur hingað til ekki þolað. Sem mér finnst frekar skrýtið. Hún er farin að taka hana fram yfir mig. Ég er eiginlega tekin sem sjálfsagður hlutur… Ég bara þori ekki að segja neitt því ég nenni engum móral eða leiðindum og þess vegna er alltaf vaðað yfir mig.

Mér finnst eins og hvar sem ég lít eru ástfangin pör, ég heyri alltaf einhver væmin ástarlög í útvarpinu eða sé rómantík í sjónvarpinu. Eða kannski er ég bara paranoid ;) Ég fór til spákonu um daginn og ég dró þar 2 tarotspil sem gefa til kynna að ég verði ástfangin og að sú ást verði endurholdin. Ég er alltaf að bíða eftir að það fari að gerast :) En ekkert gerist…

Fyrirgefið ef þetta er eitthvað neikvætt væl, ég veit að það eru sveltandi börn í Afríku og allt það en eins og ég sagði áðan þá er ég einmana.

Þetta hlýtur samt að reddast. Kannski ef ég verð jákvæð og samkvæm sjálfri mér, then this will all work out? :)

Ég er ekki að biðja um einhver ráð, vildi bara koma þessu frá mér.
Og ég mæli eindregið með því að þið tékkið á þessum lögum sem ég nefndi hér áðan.

Takk fyrir lesturinn.

kveðja
friend

There's no blame for how our love did slowly fade,
And now that it's gone it's like it wasn't there at all.
And here I rest where disappointment and regret collide,
Lying awake at night.


(Death Cab for Cutie - Title and Registration)
Ég finn til, þess vegna er ég