Ég er búin að þekkja hann síðan sumarið 2004, en aldrei vel fyrr en núna í janúar. Veit ekki ennþá hvort hvort það var heppni að við kynntumst eða hvort það hefði bara verið best að sleppa því. Allavega kynntumst við.

Ég var eins og ég sagði búin að vita hver hann væri og kannast við hann síðan 2004. Hann hafði búið langt í burtu frá mér en var núna fluttur bara til næsta fjarðar. Það var samkoma í janúar og hann var þar og ég. Á þeim tíma var ég enn að reyna að komast yfir strák sem hafði farið rosalega illa með mig en ég komst bara ekki yfir hann. Ég var samt alltaf að fylgjast með stráknum (þarna frá næsta firði) á fundinum og tók eftir því að hann sneri sér stundum við og horfði á mig. Eftir þetta fórum við að tala mikið saman á msn & smsast rosalega mikið. Ég var samt aldrei alveg viss. Ég var aðeins farin að laðast að honum og ég vissi að hann var farinn að laðast mikið að mér, en samt var alltaf eitthvað sem togaði í hinn strákinn.

Í febrúar fórum við nokkrir vinirnir yfir á næsta fjörð að hitta fólkið þar og þar á meðal hann. Ferðin var alveg mögnuð og rosalega gaman en ég var alltaf svolítið feimin við hann en við töluðum þó ágætlega mikið saman. Þegar við vorum að fara heim kyssti hann mig svo.

Þegar ég var komin heim var ég ekki alveg viss hvort ég vildi kyssa hann eða ekki. Ég var einhvern veginn ekki alveg nógu mikið hrifin af honum. Ég lét mig samt hafa það og hélt áfram að dóla mér með honum.

Nokkrum vikum seinna var ég svo að tala við hinn strákinn (þarna sem fór illa með mig) og þegar þarna var komið við sögu var hann búinn að fara enn verr með mig. Samt sem áður dirfðist hann að segja við mig að hann væri hrifinn af mér. Ég hélt að ég myndi deyja. Allt hrundi á einni sekúndu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera! Allt var að verða svo gott, ég var að verða hrifin af hinum stráknum og nánast búin að gleyma þessum og þá þurfti hann að koma með þetta.

Nokkrum vikum eftir þetta hitti ég svo hinn strákinn (þennan góða) aftur og við leiddumst og allt. Þetta var samt svo óþægilegt fannst mér. Verst fannst mér samt að þegar ég var að fara þá kyssti hann mig. Ég vildi það ekki og fann alls ekki neitt þegar ég kyssti hann. Ég gat samt ekki sleppt því að kyssa hann því við vorum innan um svo marga að ég hefði bara niðurlægt hann. Þegar ég kom heim og hann var kominn heim fórum við að smsast og þá sagði hann mér að hann væri bara head over heels! Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera en á endanum ákvað ég samt að segja honum að ég gæti þetta ekki því ég væri hrifin af hinum. Hann var alveg niðurbrotinn en samt grátbað hann mig um að hann mætti halda áfram að reyna og ég féllst á það.

Viku seinna hittumst við aftur. Töluðum reyndar rosalega lítið saman og þegar ég var að fara knúsuðumst við bara bless. Þá fann ég þetta allt saman. Þegar við vorum að sleppa gat ég bara ekki sleppt, það var of sárt. Ég vildi vera hjá honum að eilífu. Þannig að við tókum þráðinn upp aftur þar sem við höfðum sleppt seinast. Allt var yndislegt. Ég hafði aldrei áður verið nánari neinum og aldrei verið hrifnari af neinum áður. Hann var svo yndislegur við mig, alltaf.

Allt var gott í svona mánuð eða svo, eða þangað til seinasta miðvikudag. Við vorum bara að tala saman og allt rosalega gott hjá okkur þegar allt í einu hann sagðist vilja fara í pásu. Hann þurfti að hugsa en sagði að ekkert væri að hjá okkur samt. Ég fann það samt á mér að e-ð var að. Og um leið og hann sagði þetta hélt ég að það væri önnur stelpa. Á fimmtudags til föstudags nóttina dreymdi mig svo að það væri önnur stelpa. Þá gafst ég upp og ákvað að spurja hann. Svarið sem ég fékk var að hann væri ekki alveg viss hvort það gæti verið, en það væri líklegt. Samt væri hann hrifinn af mér. Þetta var það sárasta sem ég hef þurft að takast á við..þarna allavega. Við heldum samt áfram að tala saman bara sem góðir vinir og svona. Þetta var allt í lagi.

Á mánudaginn núna seinasta endanlega gafst ég upp. Þessi pása var of mikið fyrir mig, ég gat bara ekki lengur vitað af því að ég gæti misst hann. Ég tók mig saman í andlitinu og ákvað bara að tala um þetta við hann. Við töluðum saman og ég tók eftir því að ég hef aldrei áður þurft að tala jafn mikið um svona. Og ég hef oft þurft að gera það! Á endanum fengum við þá niðurstöðu að hann væri bara ekki lengur hrifinn af mér.

Dagarnir frá mánudeginum eru búnir að vera þeir lang erfiðustu. Ég hef grátið mig í svefn allar næturnar en ég sef samt lítið. Hann er það fyrsta sem ég hugsa um þegar ég vakna og það seinasta áður en ég sofna. Ég hugsa bókstaflega alltaf um hann. Hann var búinn að vera svo góður við mig, það var allt svo gott og allt að gerast hjá okkur. Hélt að ég hefði loksins fundið einhvern góðan og ég ætlaði að láta þetta ganga. Verst að honum leið ekki eins.

Þegar ég fer aftur í tímann sé ég að mín stærtstu mistök voru að sleppa honum þarna í þessa einu viku. Hann er búinn að breyta mér ekkert smá mikið. Ég myndi gera allt til að fá allar þessar stundir til baka. Ég er hérna fyrir hann núna og held að ég muni alltaf vera. Ótrúlegt samt hvernig hlutirnir gerast. Honum tókst það sem ég hélt að engum myndi takast. Hann bjargaði mér upp úr stærtu & verstu ástarsorg sem ég hef lennt í en sendi mig svo í enn verri.

I love you now
I love you still
I always have
I always will