Ég hef brennt mig alvarlega einu sinni á ástinni. Ég lofaði sjálfri mér að það myndi aldrei gerast aftur. Stuttu seinna byrjaði ég með núverandi kærasta mínum, ég gaf mig ekki alveg í sambandið fyrr en eftir svona 4-5 mánuði. Þá loksins skildi ég sambandið hefði aldrei gengið hefði ég ekki tekið áhættu í annað skiptið sem varðaði hjartað.

Samband okkar varð strax betra, það var á mörkum þess að virka í fyrstu, en svo töluðum við saman og skildum hvort annað. Það er grundvöllurinn að góðu sambandi, skilningur. Ég var alveg hreinskilin. Og við gáfum sambandinu annað tækifæri. Mikið er ég fegin, ég skil það núna að maður getur ekki varið sig endalaust fyrir lífinu.

Ef ég hefði ekki talað við hann hefðum við líklegast hætt saman, ég hefði farið í meiri baklás og trúlega ekki opnað mig fyrr en eftir nokkur ár. Ég skil það núna að þó að þetta eigi ekki eftir að virka myndi ekki þýða fyrir mig að fara heim og búa í plastkúlu, til þess er lífið, að lifa því! Ég hef verið særð í þessu sambandi, en það er einmitt þannig sem ég veit að manneskjan er komin í hjarta mitt, þegar henni tekst að særa það.

Sambandið okkar er frábært núna, ég álít að við höfum komist yfir mestu erfiðleikana. Samband okkar einkennist núna af ást, skilningi, vináttu og heiðarleika. Við segjum alltaf hvort öðru þegar annað okkar er að ganga of langt.

Ég vildi bara deila þessu með ykkur, ekki gefast upp þó að á móti blási. Ég veit að það virðist vera auðveldari möguleikinn en svo er ekki! Hann er auðveldari um stundarsakir en svo fer allt á verri veg. Stattu upp og segðu við sjálfan þig að þú getir þetta alveg, þú ert enginn helvítis aumingi!

Ég skil vel ef þið skiljið ekki tilganginn með þessari grein, ég geri það ekki sjálf:p Vonandi að þetta gagnist einhverjum:P