Mig langar til að fá að heyra ykkar skoðanir á smá máli sem ég hef verið að velta fyrir mér.

Hugsum okkur tvær kærustutýpur:

1. Önnur er frekar róleg týpa, mjög indæl og góð, gáfuð og vel lesin, háskólamenntuð og metnaðarfull. Það er hægt að tala um allt við hana og hún hefur sterkar skoðanir á öllu. Hún ræðir mál af alvöru og hefur allskonar lífsmottó og prinsip sem hún lifir eftir og gerir miklar kröfur til maka síns. Hún auðvitað elskar hann en er mjög sjálfstæð og er langt frá því að vera eitthvað háð honum, fer sínar leiðir og er ekki mikið að hanga utan í kærastanum en þetta er draumadísin hans og hann er ástfanginn uppfyrir haus. Hann þarf aftur á móti að hafa sig allan við til að halda henni góðri, miklar kröfur og hann þarf alltaf að passa sig hvað hann segir eða gerir til að særa hana ekki sem gerir sambandið pínu erfitt, þó hann gangi á skýi alla daga afþví að hann dýrkar hana.

2. Hin er frekar einföld manneskja, ævintýragjörn, hress og myndi kannski kallast soldil ljóska. Gengur um í litríkum fötum og tekur hlutum ekki mjög alvarlega. Hún dýrkar kærastann sinn og gerir allt fyrir hann, er frekar háð honum og segist ekki geta lifað án hans. Hún hefur ekki margar fastar skoðanir og það er yfirleitt hægt að tala hana til eða sannfæra hana um hluti. Hún er þó ekki beint heimsk bara frekar illa upplýst. Kærastinn þarf ekki að hafa neitt fyrir því að halda henni ánægðri og getur verið alveg afslappaður. Þó hann geti ekki talað við hana um pólitík þá er hægt að ræða við hana um hluti og honum líður vel með henni. Þetta er kannski ekki draumadísin sem hann óskaði sér en hann elskar hana samt og er mjög sáttur.

Spurningin er sú, hvora mynduð þið velja ?? Erfiðu draumadísina eða einföldu ljóskuna ??

Billy Joel söng einhvertíma í texta: “ I don't want clever conversations, I never want to work that hard. I just want someone that I can talk to, I want you just the way you are ” ..

Líklega myndi hann þá velja nr 2. en hvað finnst ykkur???