Mér hefur lengi fundist vanta þessa “deitmenningu” hér á Íslandi sem bandaríkjamenn eru svo frægir fyrir, þetta að fá síman hjá einhverjum sem manni lýst vel á og fara svo á deit. Hingað til hefur þetta verið meira svona hittast á fylleríi slefa upp í hvort annað hálft kvöldið, heim að ríða og svo fá nafn og símanúmer og hittast kannski aftur og athuga hvort það sé einhver grundvöllur fyrir áframhaldandi sambandi. Þetta er alveg öfug röð.
Hvað fynst ykkur?? eru Íslendingar of feimnir og lokaðir til að hitta hitt kynið án þess að vera í glasi? eða hvað veldur? afhverju getum við ekki apað þennan ágætis sið upp eftir ameríkönum eins og allt annað?
kveðja batteri ;)