Ég er í smá vandræðum, málið er að fyrir svolitlu siðan byrjaði ég að tala við Íslenskan strák á netinu sem býr erlendis. Við skemmtum okkur konunglega við að skrifast á svo kemur hann í heimsókn til Íslands og við ákveðum að hittast og djamma saman. Eftir djammið gisti ég hjá honum, enda var ég ekki með neitt samband í huga fyrst að hann býr erlendis. Svo skuttlar hann mér heim daginn eftir og segir við mig ég tala við þig seinna.
Ég heyrði ekkert meira í honum á meðan að hann var á Íslandi, ég var farin að halda að honum hafði bara ekkert líkað við mig. Svo sendi ég honum mail þegar að hann er kominn út og bað hann að útskýra fyrir mér afhverju hann hefði ekki haft neitt samband við mig. Hann segir í svarinu:

Mer finnst mjog leidinlegt ad hafa ekki talad vid tig, og eg bidst afsokunar. En malid er ad eg vildi ekki vera ad gera eitthvad ur einhverju sem gaeti ekki ordid. Og mer likadi tad vel vid tig ad mig langadi ekki ad vita af ter tarna heima, og geta bara talad vid tig i gegnum MSN.. svo kom hérna á milli eitthvað sem ég ættla ekki að pasta…. En enn og aftur vil eg bidjast afsokunar a tvi ad hafa ekki torad tvi ad tala vid tig aftur.

Hvað má lesa úr þessu svari? getið þið sagt mér það?