Rómantík Ef ykkur vantar rómantík í sambandið ykkar er ég með eitt gott ráð. Ég er búin að vera í föstu sambandi í 4 ár og oft er það eins og við séum farin að gleyma hvort örðu, ekki gleyma kannski en maður hugsar ekki eins mikið um hvort annað eins og þegar maður er að byrja saman. Það er vinnan, borga af húsinu, laga bílskúrinn, mála stofuna, þvo þvottinn… þetta virðist alltaf vera í veginum fyrir því að maður geri eitthvað saman. Okkur fannst nóg komið af þessu rugli og ákváðum að finna eitthvað sem að við gætum gert saman bara 2 í frið og ró. Ég fór að leita á netinu og fann það. Bláa lónið

Já Bláa lónið virkar kannski eins og einhver túrist- gömul- klisja en þetta var alveg frábært. Við fórum snemma af stað og fengum hótelherbergi í northern lights in sem að er þarna við hliðina á lóninu. Svo fórum við saman í nudd hjá alveg æðislegri konu. Ég held við höfum sjaldan slappað eins vel af! Ef það er eitthvað rómantískt þá er það að liggja bara tvö saman í bláa lóninu um kvöld og norðurljósin alveg á fullu.. svo var bara þessi líka flottasti kvöldmatur sem að ég hef farið í! að sjálfsögðu kertaljós og svona. Svo gistum við á hótelinu og fórum í morgunmat og svona. Þetta var alveg æðisleg ferð og svona kemur manni oft til að hugsa um það hvað maður á. Það að fá að eyða tíma tvö saman, ekki fyrir framan sjónvarpið eða eitthvað, skiptir alveg rosalega miklu máli fyrir sambandið. Við höfum allavegana verið miklu betri hvort við annað eftir þessa ferð.´

Ég mæli með því að fólk geri eitthvað svona saman. Við þurfum öll á fríi að halda.