ég veit að þetta er fátækleg grein og skrifuð án alls undirbúnings og er því ekkert hissa þó hún endi á korki, en ég vil skapa smá umræðu um slæmu hliðarnar á rómantík

-, nei ég er ekki að tala um ástarsorg, heldur einsemdina, það að hafa eingann til að hugga sig við, eingann til að hvísla að leindarmálum, eingann til að faðma bara því mann langar í faðmlag, og eingann til að hlæja með þegar maður er bara hreinlega að springa úr ánægju.

Þegar maður situr og veltir fyrir sér hvort þessi tilfinning muni alltaf vara, að maður muni aldrei kynnast þessari tilfinningu sem allir tala um, hvort maður sé eitthvað öðruvísi en aðrir, hvort maður sé svona fráhrindandi, hvað vanti eiginlega.

Hérna eru margir sem tala um vandamál með sinn heittelskaða, eða vilja fá stuðning og plástur á sitt brotna hjarta. En ég hef ekki séð neinn tala um ástarleisið. Er fólk svona feimið við að tjá sig um þetta, eða hugsar það bara ekkert um það?

Er einginn hérna sem hugsar um það í hvert skipti sem það sér einhvern tala um og byðja um hjálp við eitthvað í sambandi við Hann eða Hana að þau séu þó heppin að hafa eitthvað til að vinna úr.

Ef einhver er hérna sem hefur aldrei verið ástfangin þá vona ég að þið getið hlakkað til þess af öllu hjarta og að þið fáið að kynnast ástinni…



Núna ætla ég að hætta þessu enda klukkan að ganga eitt um nótt og þá röflar maður bara einhverja vitleisuna. Gangi ykkur vel með að fynna draumaprinsinn eða prinsessuna og þið sem hafið það þegar, haldið fast en ekki kyrkja neinn ;)