Monto Monto flaug yfir hreiðrið sitt. Hann var stoltur af hreiðrinu sínu, þessu mikilfenglega hreiðri á toppi hæsta fjalls í þúsund ferkílómetra radíus. Monto var örn. Hann var einn af fáum örnum eftir á jarðríki, og hann vissi það. Hann var einn af fjórum arnarbræðrum, og voru þeir synir hins stolta og mikla arnarforingja, Mitiro. Hann hafði verið foringi hinnar eitt sinn fjölmennu þjóð arnanna og höfðu þeir ráðið fuglaríkinu með traustum en sanngjörnum væng.

En í dag var þjóð arnanna með öllu horfin. Monto var einn af fáum eftir í ættbálknum. Hann hafði misst alla, misst alla til mannskeppnunnar sem réði ríkjum á jörðu niðri með örvar sínar og síðan byssur.

Monto flaug sinn venjulega hring þennan sólskinsbjarta morgun, frostið málaði blákalda fjalltindanna og lét þá glansa. Hann táraðist alltaf af sorg er hann sá víðáttuna, tindana, sem eitt sinn höfðu verið heimili fyrir bræður hans og faðir. Þeir höfðu allir fallið fyrir mannskepnum með byssur sínar.
Hann sveif tignarlega yfir landið breitt út fyrir neðan hann eins endalaus og hægt er að ímynda sér. Þá sá hann glitta í eitthvað. Þetta var ekki enn önnur mannskeppnan, sem betur fer, og þetta var of stórt til að vera mús… Hann sveif neðar og sá þá samstundis að þetta var annar örn! Nema þessi örn lá í jörðinni. Hryggð spratt upp í brjósti Monto er hann leit fljótt allt í kringum sig eftir byssuberandi mannskepnu. Að lokum sá hann skrýmslið; Feitlaginn en massamikill karlmaður sem var í hægindum sínum labbandi í átt að hinum fallna erni, stór riffill undir hönd. Monto kyngdi niður kökkinum og bjóst til að flýja: Hann vildi ekkert frekar en að bjarga hinum fallna en hann vildi ekki deyja sjálfur.. Hann leit aftur á fallinn örninn en hrapaði næstum um vængfaðm
er hann sá hreyfingu. Fallni örninn virtist vera á lífi! Hann leit aftur á byssumanninn.

Með hraða arnarins, lét hann sig falla beint í átt að hinum fallna. Hann náði fljótt hámarkshraða, og eins og alltaf fékk hann léttan fiðring í magan. Hann lenti tignarlega við hlið hins fallna. “Er í lagi með þig? Geturu flogið? Mannskepnan er að koma, þú verður að standa upp!” Monto sá nú þegar hann var kominn nær að þetta var hún, örnynja. Hún leit upp og í nokkrar sekúndur (eða eins og ernir kalla það, “andartaksbrot”) þá gleymdi hann öllu umhverfi sínu.

Það var sem heimurinn stoppaði, einungis svo Monto gæti virrt þessa himnesku örnynju fyrir sér. Hún brosti veiklulega og hjarta hans valhoppaði af gleði, í fyrsta sinn í áratugi varð hann fullkomlega hamingjusamur. Aftur táruðust augu hans en nú var það ekki út af horfnum ástvinum. Nú táraðist hann í stutt andartaksbrot út af hamslausri gleðinni í hjarta hans að einhver svo falleg vera væri til í þessum brostna heimi.

Hann blikkaði. Hann leit snöggt við, og sá glitta í mannskepnuna, hugsanlega sextíu til sjötíu vængfaðma héðan. “Fröken, gerðu það, svaraðu, við verðum að koma þér héðan!”
Hún tísti, en hvíslaði svo “Mannskepnan hitti mig, það fór í gegnum vænginn minn…” Hún lyfti með erfiðum hægri vængnum. Sárið virtist ekki mikið, Monto bjóst við að einungis lítið brot af skotinu hafi hitt.
-“Getur þú notað hinn vænginn?”
“Ég..ég held það.. ” örnynjan veifaði vinstri vængnum upp og niður og kinkaði kolli játandi.
-“Ég ætla að hjálpa þér burt, við þurfum að flýta okkur. Haltu eins fast og þú getur í mig!”
Monto greip með klónum utan um klær hennar, og hún greip um hann með særða vængnum. Hann fékk óviljandi andköf sem tengdust yfirvofandi hættunni ekkert þegar vængur hennar lagðist þéttingsfast utan um bak hans. Með erfiðum komu þau sér á loft, og flugu af stað. Monto leit til baka og sá mannskeppnuna fyrst stara á þau og svo byrja að leysa byssuna til að klára verkið. Þau höfðu ekki mikinn tíma. Hann barði loftið með öllum kröftum og endurtók í sífellu “Þetta verður allt í lagi, svona nú!”

Hann barði loftið eins fast og hann gat með vængjum sínum, og hún gerði það sama með sínum vinstri, tístandi og kjökrandi af sársauka. Þau flögruðu af stað, og eftir nokkur andartaksbrot náðu betri takti og komust á þónokkurn hraða. “Þetta tekst, þetta verður allt í lagi… hvað heitiru?”
-“Ég heiti Lilýa..”
“Lilýa, þú ert fagrasta vera sem ég hef nokkurntíman…” Ískaldur hrollur flaug um líkama Monto, og öll skilninvarvit hans öskruðu á hann. Hann lét sig detta sama andartaksbrot og mannveran hleypti af. Monto fann höglin snerta loftið þar sem þau höfðu verið broti úr andartaki áður. Þau misstu töluverða hæð en Monto barði sterkum vængjunum af öllum kröftum. Hann var sterkur sonur Mitiros! Hann skyldi ekki leyfa ömurlegri mannveru að drepa sig eða þessa fögru örnynju. Hún var veikburða, en hann hélt þeim uppi, og þau flögruðu áfram. Hann sá að fyrir framan þau var dalur, eina mögulega flóttaleiðin. Þau flugu áfram, og höfðu náð ágætum hraða, en mannveran myndi ná öðru skoti. Hann spyrnti vængjunum svo þau fuku niðurá við í þann mund er öðru skoti var hleypt af. Þetta lenti í berginu tuttugu vængfaðma frá örnunum tveimur, og sprakk. Hann sá rústaða holuna og þakkaði öndum forfeðrana fyrir lukkuna. Þau skyldu ná þessu. Er dalurinn nálgaðist óðum óx von hans. Þau myndu lifa þetta af!
Og enn eitt skot reif kyrrðina í kringum þau í sig, og Monto varpaði öndinni léttar er sterkur vindurinn tók við þeim sem feykti þeim inn í dalinn. Hann sveif hægt og rólega með hana niður, og hugsaði ósjálfrátt með sér að kannski, kannski væri framtíð þar sem hann og Lilýa myndu eyða saman… Hjarta hans sprakk af gleði og sló svo hratt að enginn í veröldinni gæti mögulega talið slættina. Hann leit á hana. Augu hennar voru lokuð af þreytu. Þau lentu á grænu dalagrasinu og hann lagði hana blítt niður. Augu hennar héldust lokuð. En hún andaði.
“Lilýa, okkur tókst það!” andvarpaði Monto og strauk blítt um höfuð hennar með vængnum. Hún rumskaði ekki. “Lilýa?” Þá sá hann blóð renna niður með kvið hennar. Maðurinn hafði hitt… hún andaði ekki…
“Nei.. Lylía nei!” Himininn hrundi á Monto, hann öskraði af öllum lífs og sálarkröftum er hann hristi hana vonlaus um að það myndi gagnast. Tárin hrundu er hann gerði sér grein fyrir því. Undurfagra himneska veran var dáin, hún hafði sýnt honum sálu hennar í andartaksbroti er hann horfði í augu hennar og hann hafði elskað hana frá fyrstu sýn; nú var hún að eilífu dáin.
Monto hneig niður og grét.
True blindness is not wanting to see.