Mínar Hugsanir... Hvert kvöld sem líður,
Hver mínúta sem bíðu,
Bíður eftir þér,
Bíður eftir mér,
erum við virkilega komin í þessa stöðu,
ein leið inn, engin leið út…

Lífið er ósanngjart…
Lífið er stutt…
Njóttu þess meðan þú getur…

Ef lífið væri einsog allir vildu þá vissi enginn hvað fólk þyrfti að þola innst inni… loka á það, læsi það inni, horfi á hana hverfa…
Hún, já, Hún, hvað er nú með það, með hana, með okkur, hver stendur það… hvað er það sem heldur mér gangadi, skríðandi, liggjandi á baðgóldinu einsog illa gerður hlutur…

Ég er ekki illa gerður hlutur ég er lifandi, ég er ferskur, ég er tilbúinn til að lifa aftur… Það sem fær mig til að ganga aftur verður einhver, eithvað sérstakt… en þegar því skrefi er náð þá er enþá langt í það að ganga um stoltur, halda höfðinu hátt…

Halda því hátt já, halda því hátt fyrir hvern… fyrir mig, fyrir fjölskylduna… ekki þess virði, fyrir hana skal ég halda höfðinu hátt, ganga beinn… en þangað til verð ég þessi klessa á gólfinu… bara klessa… hvað þarf að gersat ? er það eithvað sem ég get gert, er það eithvað sem einhver annar getur gert eða þarf ég sjálfur að taka um vaskinn og lyfta mér upp, setja disk í tækið ýta á play og fara í sturtu og labba nýr maður útúr henni…

Herbergið snérist, snérist um mig og mínar þarftir, hún kom, mínar þarfir hurfu og urður þarna svo ég gæti talað, hvíslað við hana… Eitt orð fyrir sig, eina setningu og endar með samtali… “I Was Standing On The Wall, Feeling Ten Feet Tall” en ég get ekki staðið þar endalaust á endanum hljóta lappirnar að gefa sig, ég dett, ég fell, ég hrapa, gólfið nálgast… og en einu sinni verð ég einn með gólfinu… en núna er tónlistin í gangi…

Ég stand upp fyrir hana, tónlistana og engilinn minn… kannski er tónlistin annar engill sem guð gaf okkur, annar frelsari sem við eigum ekki að sjá, verðum að fynna fyrir honum í þetta skiptið…

Einn áfangi búinn af 237… nóg eftir að fara… einn dagur búinn af árinu nóg eftir…