Og er hann vitnar í sjálfan mig fyllist ég sjálfsfyrirlitningu, og trúi varla að ég hafi skrifað þessi orð. Ég fer að skilja hve ráðvilltur og reiður hann virkilega er. Ég fer að skilja mín miklu mistök, mína ömurlegu ákvörðun, mín hvítsvörtu svik. Ég byrja að neita. Ég sagði ekki þetta, ég meinti þetta ekki, þú varst engu betri! Ég sný út úr, ég blocka, ég loka augunum og ég sekk.

Daginn eftir. Ég heyri ekkert. Ég veit ekkert. Ég hef misst tvo bestu vini mína.
Ég hef farið í gegnum nógu mikla sorg í gegnum ævina til að halda aftur tárunum er ég hugsa um þá staðreynd. Köld, hörð, kýlir mig í magann.
Ég kúgast og er heima í tvo daga….
Ég sit og veit…

Ég sit í rúminu, stari á fartölvuna, og veit, að enginn jafn frábær mun koma á msn aftur. Hún mun aldrei fyrirgefa mér, mun aldrei hafa samband við mig aftur, mun líklega forðast að horfa á mig aftur. Tilhugsunin er ógeðsleg… tilhugsunin er eins og að finna þrýstings hafsins pressa á mann, blíðlega eins og dúnsæng sem kæfir. Eins og að kafna. Það er sagt… það var einmitt hún sem sagði það… að köfnun sé í endann besta leiðin til að deyja, að vitni sem hafa verið nálægt dauðadaga á þann hátt segja að við endann hafi ekki verið sársauki, aðeins fullkomin frelsun. Ég stari á fartölvuna og hugsa um hana og sé að þetta er eins.
Á endanum mun ég frelsast. Á endanum breytist þessi kæfing sem eru djúpar rispurnar í hjartað og sálina í djúpa dali visku og frelsis, og hún verður bara minning.
Minning um fullkomnun.

Hún verður orðin fullkomin á þeim tíma, ég mun kerfisbundið hafa gleymt öllum vanköntum sem hún gæti einhverntíman hafa tekið að sér, og hún verður gyðjan sem ég varð ástfanginn af og elska enn í kvöld.
Þangað til… þessi fartölva. Þessi flaska. Þetta líf.

Ég kveð að sinni….
True blindness is not wanting to see.