Í gær. Í gær sá ég hund. En það kemur þessarri sögu minni ekkert við. Þó að hundurinn var þrífættur, og hann haltraði í gegnum napran desembersvindinn, og að sú sýn snerti hjartastrengi mína meira en hvaða barnagrátur sem er.
Að minnsta kosti. Nú er ég algjörlega snúinn…








Ég hitti hana í gær. Hún brosti þegar hún sá mig. Ég brosti líka, þó hjartað hamraði eins og venjulega í brjóstkassanum upp og niður, hamraði á hin líffærin sem í angist sinni þurftu að deila líkama með þessu ótrúlega órólega hjarta. “Jæja, ertu að koma?” Ég hafði staðið í óvenjulanga mínútu bara horfandi í fallega brún-græn augun hennar. Ég brosti glettnislega “ bara þúst…sýna vald mitt yfir þér með því að bíða, þar sem þú skilur ekki fatlaðan mann eftir”, og ég veifaði annarri hækjunni. “O jæja!!”, sagði hún í undurfallega stríðnistóninum sem hún notaði alltaf, sem ég var orðinn svo ástfanginn af. Svo labbaði hún af stað til að sýna að ég hefði í raun ekkert vald.
Ég brosti áfram og elti á hækjunum, sem var náttúrlega ekkert mál, og hoppaði í herbergið hennar.


Ég horfi í augun á henni, þessi yndislegu augu, og segi það.
Ég segi henni hve mikið ég elska hana, dái,
hve mikið ég þarf hana, hve mikið ég þrái
hugsa um ekkert annað,
um ekkert nema að fá’ana.
Að á hverjum degi finn ég lyktina af henni og fyllist löngun,
svo sterkri löngun að ég vil rífa af mér hár, kýla veggi af öllum öngum.
Hvernig hver einasta sekúnda í návist hennar er himnaríki; alsæla.
Hvernig ég hef liðið fyrir hverja mínútu án hennar,
Og hvernig hún var uppspretta af hugsunum sem ég vissi ekki að voru til.
Hún gaf mér sælu, ást, sorg og sársauka.
Hana myndi ég elska,
Til míns síðasta dauðadaga.



Hún andar þungan. Tár myndast í augum hennar. Ég segi “ Ég skil alveg að þu viljir bara að við séum vinir… “ ég finn á mér að það voru orðin sem voru að myndast í munni hennar. Ég vissi það áður en ég kom. “Ég vildi bara…segja sannleikan… ég vildi ekki blekkja mig né þig lengur.” Hún tekur höndina á mér… ég horfi upp í vot augu hennar sem halda samt fegurð sinni.
“En Jói.. það varst alltaf þú. Ég elska þig líka. Frá því ég hitti þig fyrst. Ég þorði ekki einu sinni að viðurkenna það fyrir sjáfri mér; tilhugsunin að ég hætti með honum útaf þér er ömurleg… “ tárin byrja að streyma… “ en það er ástæðan….”
Ég gapi. Hjartað byrjar að hamast meira en nokkru sinni fyrr. Nú væri fullkominn tími til að kyssa hana. Kysstu hana! Það er eins og öll vit í hausnum á mér eru öskrandi af öllu afli að KYSSA HANA!!! En ég hika. Henni er alvara… Hún elskar mig… Tárin falla af kinnum hennar, hún lítur niður. “Þér finnst ég ógeðsleg, er það ekki?” Það hafði ekkert getað verið lengra frá sannleikanum. Ég halla mér fram og kyssi hana.
























En nei. Því miður. Þetta gerist aldrei í alvörunni.





Hún andar þungan. Tár myndast í augum hennar. Ég segi “Ég skil alveg að þú viljir bara að við séum vinir…” ég finn á mér að það voru orðin sem voru að myndast í munni hennar. Ég vissi það áður en ég kom.
“Fyrirgefðu Jói…” Hún knúsar mig. Ég anda djúpt, reyni að halda ekkanum niðri. Ég stend upp og tek hækjurnar. “Þetta er ekki þér að kenna … mér að kenna…en ég vil að við höldum áfram að vera vinir ef við getum…” Ég hoppa út. Fer í skóna. Fæ sektarkenndarsting fyrir að skilja hana eftir í tárum sínum….Anda þungan, lít við, í von um að hún komi. Ekkert nema loftið og pabbi hennar sem segir bless með vingjarnlegu brosi.
Ég haltra út í gegnum napran desembervindinn, þrífættur og sorgmæddur, en fargi hefur verið létt. Ég sagði henni það. Ég vissi hvað myndi gerast en nú get ég haldið áfram.
Með það í huga haltra ég áfram í átt að strætóstoppustöðinni, tár hálffrosin á vöngum mínum og stóri klumpurinn í maganum búinn að minnka töluvert.
True blindness is not wanting to see.