Þegar ég fer í skólann og sest niður í bekkinn minn, lít í kringum mig og sé að enginn segir halló, enginn lítur á mig, öllum er sama.
Þegar ég sit í frímínútum eða hléi, og finn að það væri bara best að sitja kyrr, kannski læra, til hvers að fara eitthvað, til hvers að reyna að tala við fólk, því finnst ég bara leiðinlegur.

Einhver sest við hliðina á mér. Ég fæ hroll með brosinu sem hann gefur mér. Vá. Kannski vill hann vera vinur minn? Kannski…hann brosir aðeins og spyr mig hvað ég segi gott. Ég svara mínu venjulega svari “Allt fínt”. Hann segir að það sé það venjulega semfólk segir…þannig sé ekkert óvenjulegt við mann og maður geturverið öruggur.
Ég kinka kolli og brosi, ég skil hvað hann á við.
Daginn eftir sest hann aftur við hliðina á mér.
Ég verð strax glaður að sjá hann.
Hann spyr hvort ég komi að gera eitthvað eftir skóla?
Ég kinka kolli brosandi, ég er alveg til í það.

Við förum í kringluna..hann byrjar að spjalla… svo förum við að tala um allt mögulegt. Hann er svo skemmtilegur og fyndinn, við löbbum um ganga þessarrar íslensku steinhallar öskrandi úr hlátri útaf allskonar hlutum…við gerum grín af fólkinu í skólanum, af samfélaginu, af okkur sjálfum.
Við endum í bíó.
Við setjumst niður. Þetta er fyndin hrollvekja. við höldum áfram að hlæja saman. Það er þægilegt…höndin hans snertir mína á arminum á milli okkar…ég finn hjartað slá hraðar…hann lítur beint í augu mín, ég í hans og ég verð alveg dofinn…ég fatta ekkert hvað ég á að gera.
Hann brosir brosinu sínu og spyr: Þú ert það líka, er það ekki?

Ég stama einhverju…eitthvað gerist…hjartað í mér er að springa út og suður…hann er komin aðeins nær mér…ég hugsa í sekundubrot hvort fólkið í bíóinu eigi eftir að henda hlutum í okkur…. svo finn ég tunguna hans snerta mína.

Tveir mánuðir líða.

Ég stend upp við matarborðið. Anda þungan. “Mamma..Pabbi… ég er hommi … ”
Mamma heldur á vínglasi…ef þetta væri hollywood mynd myndi hún missa það. Hún gerir það ekki, heldur starir bara. Pabbi stamar einhverju…svo finnur hann röddina og segir hátt “HA?”.
Ég segi eins háum rómi að það sé bara þannig sem ég sé. Hann hristir hausinn. Ég fer frá borðinu.

Hringi í hann. Hann svarar strax. “Hvernig gekk?” Ég hvísla “eins og ég bjóst við…”. Hann segist skilja. Hann skilur mig alltaf. Hann segir mér að koma. Ég segist vera á leiðinni…
True blindness is not wanting to see.