Fyrir skömmu þá var ég að fikta í tölvunni hér heima og ákvað að kikja aðeins á þetta vinsæla irc sem allir eru búnir að vera að tala um, ég connecta og fer inná eitthverja útlenska rás og þar kemur manneskja á mig og við byrjum að tala saman. Svo kemur í ljós að við eigum allmargt sameiginlegt. Bæði erum við 19 ára og fílum alveg sömu tónlistina, búum hvorugt hjá foreldrum okkar og höfum lent í alskonar veseni í gegnum ævina..
Við enduðum með því að tala saman í 4 klukkutíma og þurftum að hætta vegna þess að hann þurfti að fara að vinna. Svo við kvöddumst og ákváðum að hittast aftur næsta dag á sama tíma, sem við og gerðum. Nú erum við búin að tala saman í ca mánuð og ég er alveg yfir mig ástfangin af honum og hann af mér. Ég væri þess vegna tíl í að fleygja draslinu mínu bara í tösku og hoppa af stað til hans og vera með honum til æfiloka.
Ég veit að mánuður virðist ekki vera mikill tími, en ég meina við höfum meirað segja talað saman í síma 2 sinnum í viku frá því við hittumst. Hann veit að ég á barn og hefur ekkert á móti því, er til í að ganga því í föðurstað og allt..
Er þetta bara bull hjá mér að vera að gera mér eitthverjar vonir með eitthvern gæja á irkinu eða á ég að láta slag standa og bjóða honum í heimsókn eða skreppa til hans stutt??