Sæl.

Var aðeins að breyta til hérna á áhugamálinu. Ég tók út kubbinn sem hét “Rómantísk ljóð og textabrot” og lét í staðinn inn nýjan kubb sem ber nafnið “10 rómantískar hugmyndir”. Þar eru nú þegar komnar 10 sniðugar hugmyndir til þess að gera fyrir ástina og svo mun ég skipta út reglulega. :)

Síðan tók ég líka út gullkorn dagsins því ég var bara komin með leið á því og breytti kubbnum í svokallað “Rómantík vikunnar” en þar verður ýmislegt sem mælt er með að gera, fara eða ná í. Allt tengt rómantíkinni auðvitað. T.d. er ég núna með rómantísk lag sem ég mæli með að fólk nái í. Ég reyni að breyta þessum kubbi vikulega eða svo og vil benda á að ef þið hafið einhverjar sniðugar hugmyndir fyrir þennan kubb þá er bara málið að senda mér skiló! ;)

Svo vil ég minna á að það eru ekkert of mikið af myndum og könnunum sem eru að streyma hingað inn svo að endilega verið dugleg að senda.