Það sem ég læt hér frá mér er auðvitað ekki annað en skoðun mín, ekki staðreynd. Rómantík er eitthvað sem er sjálfsprottið eða er eitthvað sem verður til með smá undirbúningi. En þegar farið er að gera þetta að áhugamáli og reyna að “búa til” rómantík með td. klisjum (rauðvín, kertaljós, ostar blah…) þá er rómantíkin dauð. Eins er þetta með önnur hughrif, td. húmor, reiði, gleði. Hversvegna ekki að búa til áhugamál um það?? Einhver sagði um húmorinn að hann væri eins og froskur, Hann hoppar um öllum til skemmtunar, en um leið og þú kryfur hann þá drepst hann.
—–