Magnað með þessa ást. Maður getur ekki lifað án hennar, þá líður manni eitthvað svo tómlega. En samt sem áður er ástin alltaf að skilja mann eftir í sárum.

Ég hef elskað og ég hef verið særð. Að mínu mati er ekkert betra í þessu lífi en tilfinningin þegar að manneskjan sem að þú elskar heldur þétt utan um þig og þér finnst þú vera örugg/ur. Laus frá öllum heimsins vandamálum.

Ég er nú kannski ung ('89 model) en ég hef fengið þau forréttindi að upplifa sanna ást.
Þegar að maður er ástfanginn finnst manni eins og ekkert geti sundrað henni. En oftast, eins og gerist þegar að maður er svona ungur að þá gengur sambandið ekki upp og þú ert eftir í sárum.

Hvað er annars ást? Er það ódauðlegur kraftur sem að sendir sælustrauma um líkama okkar eða er það einfaldlega uppsöfnuð væntumþykja? Hvað lætur okkur elska?

Ég vona innilega að einn daginn muni ég hitta þann eina rétta og við munum elska hvort annað um alla tíð. Eignast saman börn, giftast, festa kaup á okkar fyrsta húsi og lifa lífinu saman í hamingju.

Ég veit nú eiginlega ekkert hvert ég er að fara með þessari grein.. langaði bara að skrifa.. var eitthvað svo mikið að hugsa :/
“A smile is the curve that sets everything straight.” -