Mig langar að byrja smá umræðu hérna á Huga.
Svolítið sem ég hef verið að hugsa undanfarið

Er einkvæni okkar náttúrulegt?

Spáiði í því, ég hrífst oft af einhverjum strák sem er flottur og sætur en ég þekki ekkert. Mig langar samt alveg fara og gera eitthvað meira með honum, en veit alveg að það yrði ekkert samband úr því.
Maður er líka einhvernveginn alltaf að leita að einhverjum, hvar sem maður er. Það er svo skrýtið og stundum gerist það að fólk lætur undan hvötum sínum og tekur þann sem þeim líst best á hverju sinni.
Æj, ég á alveg ýkt erfitt með að skýra þetta út…

En, ok. Í náttúrunni, þá velja dýrin sér alltaf hæfasta makann. kvendýrið velur karldýr sem er sterkt og stæðilegt sem gæfi af sér sterka einstaklinga. Og karldýrið velur sér kvendýr sem hugsanlega gæti gefið af sér flesta einstaklinga.

Er þetta ekki eitthvað sem við upplifum líka? Við stelpurnar veljum alltaf(ok, mjög oft) the tough guy og strákarni velja mjög oft þær stelpur sem eru sætar og ljúfar…

Ég er ekkert að alhæfa neitt, þetta eru bara svona hugmyndir í kollinum á mér. Það væri samt gaman að fá álit ykkar hinna! :)

kveðja, slippu