Ég var að horfa á Friends í gær þegar mér varð hugsað til umræðu hérna á rómantík hvort það væri hægt að vera „bara“ vinir og þar fram eftir götunum. Joey öfundaði Chandler nefnilega af því hve samband hans og Monicu var náið og innihaldsríkt og Rachel hafði mjög góða skýringu á því, þau voru vinir fyrst! Joey vildi þá komast í svipað samband og fór að reyna við Rachel en þá sagði hún: ”Joey, don't hit on your old friends!“ Góður punktur hjá Rachel.

Það er mín skoðun að vinátta sé hinn fullkomni grunnur fyrir samband, en samt fer maður ekki að reyna við gömlu vinina sem maður hefur verið með síðan á leikskóla, og það er erfitt að finna hinn gullna meðalveg. Hvenær eru vinirnir orðnir of „gamlir”? Svo verður maður líka að vita hvort hinn aðilinn sé sama sinnis, ef maður fer að gefa vinum sínum undir fótinn en hrifningin er ekki gagnkvæm getur það skaðað vinskapinn varanlega.

Þetta leiðir mig svo að öðru sem ég sá í Friends, þegar Ross var að reyna að komast yfir Rachel. Hann byrjaði að nálgast hana hægt og rólega og þau urðu góðir vinir, en svo sagði Jeoy við hann: “Never gonna happen” Ha? sagði Ross, hví? Og þá sagði Joey: “You're stuck in the friend zone” Það var mikið til í þessu hjá honum, ef maður segir of seint frá því að maður vilji meira en vinskap festist maður á vinasvæðinu. Og ef maður gubbar því útúr sér of seint getur maður skemmt allt!

Þó er þetta ekki algild regla, því öll erum við misjöfn, en mín skoðun er sú að vinátta sé besti grunnur sambanda. Maður verður bara að vera helst 110% viss um að hinn aðilinn sé líka hrifinn, annars getur farið illa.



Svo er það annað sem mig langar að minnast á hérna í lokin, stelpur virðast halda að allir strákar hugsi með typpinu en það er bara ekki þannig! Við erum líka tilfinningaverur! (þó svo að sumir virðist hugsa með typpinu á sér, því er ekki að neita!)
_ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _ _