Hér er ég enn ein manneskjan að tala um ást.
Fólk skynjar ástina mismunandi.Við getum ekki fullyrt hvað ást er en við getum sagt hvernig við höldum að hún sé og hvernig við upplifum hana.
Það er mismunandi, stundum er eins og fólk fái vitrun, fiðring þegar að við sjáum eða hugsum um manneskjuna, okkur þykir kannski hæsti tindur heims svo agnar smár þegar að við erum ástfangin, sumir neita að viðurkenna að þeir séu ástfangnir, kalt fólk sem lokar inni tilfinningar sínar.

En ég ætlaði að tala um það hvernig ég held að ástin sé. Ég er kannski bara 16 ára en ég hef mínar skoðanir og tilfinningar eins og annað fólk.
Já ástin, frábær tilfinning en getur sært mann mikið. Ég held að aðeins ein manneskja sé ætluð hverjum og einum.
Ef samband slitnar segir manns nánasta fólk: ,,ahh, það eru fleiri fiskar í sjónum, þú finnur annan/aðra betri."
Það sem ég held, þó að það hljómi kannski asnalega, en ég held að við séum eins og samstæðuspil. Við reynum að finna samstæðurnar en það heppnast ekki alltaf. Stundum finnum við hana í fyrstu tilraun og stundum í þeirri 10undu.
En samstæðurnar eru samt allar í bunkanum og hvert spil á þarna einhvern að sem bíður hans.
Flókið að útskýra en ég get ekki gert það betur.

Það er svo frábært að vita af því að einhver þarna úti, hvort sem það er í london eða París, að þá bíður hann mín á einhverjum stígnum með útbreiddan faðm tilbúinn til þess að deila lífi sínu með mér. Fyrsta andartakið er í slow motion, allt frýs nánast. Bros og hlýja.
Við finnum þennan aðila einn daginn og þú veist það strax að hann eða hún er sá rétti eða sú rétta.

já, smá jákvæðni hérna. En með hjónabönd og skilnaði þá heldur fólkið að það sé í raun ástfangið og giftir sig. Stundum eru þau ástfangin en stundum endar þetta með skilnaði. Þá held ég að fólkið hafi ekki verið ástfangið, bara haldið það. ÉG held, bara það sem að ég held, að við getum bara orðið ástfangin af einni manneskju.
En ég held að ég stoppi hérna áður en að ég fer að bulla meira um mínar hugsanir og skoðanir. Takk fyrir að lesa og gangi ykkur vel í lífinu :)