Jæja. Þessi blessuðu strákamál enn og aftur að rugla í kollinum á manni.

Þessi grein er um strák sem ég hef þekkt síðan ég var 12 ára. Höfum við allar götur síðar verið bara kunningjar þar til í fyrra þegar ég komst að því að við værum í sama skóla. Þar byrjuðum við að tala saman aftur og svo febrúar sl. hitti ég hann á djamminu eitt kvöldið og endað bara að hanga með honum og vinum hans. Þetta er fínn strákur og get ég viðurkennt það að hérna í “gamla daga” að þá var ég afskaplega skotin í honum - Likewise hjá honum einnig. Við skulum bara kalla hann Bjarna.

Deginum eftir þetta djamm þarna að þá býður hann mér að koma yfir til sín í nett chill, bara leigja spólu og svona. Ég ákvað að fara yfir til hans enda svo margt til að spjalla saman um og endaði ég þar til 7 um morguninn svo ég hreinlega sofnaði þarna heima hjá honum.
Þetta var afskaplega saklaus. Bara smá kossaflens og knús því ég vildi ekki fara lengra en það.

Eftir þetta vorum við bara í bandi. Hittumst í skólanum og svona og erum mest megnis í sms bandi. Þykir mér hann samt vera afskaplega feiminn og svona erfitt að fá hann til að opna sig einhvernveginn. Þannig ég sem er alveg rosalega ófeimin fer svona að sýna honum áhuga og fá hann til að koma til móts við mig en einhvern veginn var hann annað hvort allt of upptekinn eða gaf upp aðrar afsakanir. Þannig þar sem mér fannst ég vera sett á ignor að þá ákvað ég bara að gleyma honum og halda áfram mínu striki.

Kynnist öðrum stráki og fer að deita hann. Akkúrat þegar ég er loksins kominn með annan gaur upp á arminn að þá allt í einu byrjar Bjarni að senda mér sms að ath. hvað ég sé að gera og þess háttar.
Hitti svo Bjarna eina helgina í bænum og endum að að djamma saman og hann svona allt í einu fer að lýsa áhuga sínum á mér en hvað getur maður sagt eða gert þegar maður er nú nokkurnveginn skuldbundinn öðrum? Alls ekki mikið. Svo ég segi við hann að hann hafi bara því miður misst af sínu tækifæri þar sem ég sé að hitta annan en ég vilji alveg vera vinkona hans (Verð samt að viðurkenna að hjarta mitt tók og tekur enn kipp þegar ég hitti Bjarna). Ég sagði líka við hann að ég hefði alveg verið hot fyrir honum áður en hann hefði sett mig á ignor.
Hann verður alls ekkert sáttur fann ég en hélt samt áfram að tala við mig. Reyndi jú að kyssa mig þegar hann var eitthvað að knúsa mig þarna á djamminu. Ég leit undan og sagði nei - að þetta gæti ég ekki (Innst inni langaði mikið að þiggja kossa hans). Ég er heldur ekkert allt of sátt hvernig hann bara svona valsar inn í líf mitt fram og til baka og kannski já talar við mig þegar hann er “ekki feiminn” en á öllum öðrum stundum að forðast mig held ég.

Það sem fer samt í taugarnar á mér er að Bjarni getur aldrei haft samband við mig á fyrra bragði nema þá kannski um helgar þegar hann hefur losað um málbeinið með smá bjór. Ef eitthvað er að þá er það ég sem er að reyna hafa samband við hann og ég veit alveg að ég á ekkert að vera eltast við hann ef hann getur ekki gefið neitt á móti. En það er eitthvað… Eitthvað sem ég get ekki útskýrt.

Nú er ég hætt að deita strákinn og er laus og liðug. Maður hefur alveg rekist á Bjarna á djamminu og svona og ég ákvað bara að vera hreinskilin við hann um daginn og tjá honum líðan mína gagnvart honum. Að ég hafi áhuga að kynnast honum betur og að ég sé að hugsa um hann.
Eina sem stendur í vegi fyrir að eitthvað gerist (mitt álit sko) er að hann er svona feiminn. En common! Það getur ekki verið að hann sé svona feiminn?! Ef hann hefur áhuga ætlar hann þá að reyna ýta mér frá sér með því fara í baklás í hvert sinn sem hann hittir mig? Allavega er hann ekki að meika effort eins og ég. Ef eitthvað er svona forðast mig stundum og stundum ekki? Þ.e. þegar hann er loksins kominn í glas.

Jæja, ég hitti hann svo sl. laugardag. Hann tekur upp á því að senda mér sms um nóttina og ég ákvað að kíkja heim til hans en hann var nýkominn heim af djamminu. Hann er alltaf góður við mig og mér er farið að þykja vænt um hann. Hann segir við mig að honum líði vel, það sé svo langt síðan við kúrðum saman og hann hafi líka jú verið að hugsa um mig. Við kíkjum á mynd og kúrum upp í rúmi og ég vissi alveg að ég myndi gista þarna hjá honum. Við förum eitthvað að kyssast og það fer að hitna í kolunum og hann er soldið drukkinn og soldið æstur. Veit ekki hvað gerðist en ég sagði nei. Ég vildi ekki fara lengra þetta kvöld. Honum til mikillar gremju sem ég svo sem skil alveg.
En þegar ég fór að hugsa að þá komst ég að þeirri niðurstöðu að þá að sjálfsögðu vil ég ekki fara sofa hjá honum ef hann ætlar svo bara að ignora mig eins og hann hefur gert. Þá yrði ég bara enn meira bitur út í þetta fáranlega ástand. Myndi líða eins og ég hefði verið notuð og svo búið. Hann vill halda því fram að hann sé svona feiminn. Maður veit hreinlega ekkert hvað maður er í augum hans. Veit ekkert sjálf hvert þetta er að fara eða hvort þetta sé að fara eitthvað yfir höfuð.

Næsta daginn eftir virkaði hann svolítið fjarlægður. Orðinn feiminn eins og lítill krakki. Svo þegar ég var að kveðja hann að þá knúsaði ég hann og ætlaði að fara kyssa hann bless. Hann vissi varla hvort hann vildi koss á munninn eða kinnina.

Núna hefur þetta gengið svona síðan í febrúar. Veit ekkert hvað ég á að halda lengur varðandi hann. Hvort ég eigi að reyna hafa áfram samband við hann og fá hann til að opna sig og hætta þessari feimni. Eða hvort ég eigi hreinlega að halda bara áfram eins og ég gerði - En er þá ekki týpískt að hann komi þá aftur. Æi, soddan bull skal ég segja ykkur.

Hvað mynduð þið ráðleggja mér að gera?
I´m crazy in the coconut!!! (",)