Þetta er spurning sem enginn svara eins.. og það er líka alveg skiljanlegt því að allir hafa misjafnan smekk og skoðanir á lífinu. Sumum finnst til dæmis alls ekkert varið í að fara útí móa að borða smurðar samlokur en öðrum finnst það kannski bara það mest rómó ever. Sumum finnst rómantískt að horfa á sólsetrið í örmum hvers annars, sumum að fara í bíó á dramatíska mynd, sumum að fara saman í skemmtiferðasiglingu og sumum finnst bara ekkert vera rómantískt nema bara nákvæmlega eins og það gerist í bíómyndunum. Fyrir mér geta flestir hlutir orðið rómantískir. Eins og til dæmis að fara hinumegin í fjörðinn (ég bý sko á Akureyri..) og horfa á bæinn í myrkri.. eða borða saman tvö ein með kertaljós og læti.. og það er ekkert órómantískara en að apa allt eftir einhverri mynd sem maður hefur séð! Maður á bara að gera þetta allt eftir sínu höfði og nota ímyndunaraflið! Það er málið.

Kveðja, Gizzie.